Entries by Sigurður Arnarson

Helgihald í sumar

Helgihald sumarið 2017 í Kópavogi Þjóðkirkjusöfnuðurnir í Kópavogi verða eins og undanfarin ár í samstarfi um helgihald frá og með 11. júní til og með 13. ágúst í sumar. Í júní verða guðsþjónustur í Hjallakirkju, í júlí í Digraneskirkju og í ágúst í Kópavogskirkju og hefjast þær kl. 11:00. Sunnudagaskóli verður á hverjum sunnudegi kl.11:00 […]

„Þar sem ég má næðis njóta“

Annan í hvítasunnu, mánudaginn 5. júní kl. 18:00 verður opnuð listsýning Guðbjargar Lindar Jónsdóttur í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgum (skáhalt gengt Gerðarsafni).  Sýningin samanstendur af úrvali verka úr eigu listamannsins.  Kór unglinga frá Lúxemborg mun syngja nokkur lög í tilefni opnunarinnar.  Viðfangsefni Guðbjargar Lindar hafa löngum tengst vatni, fyrst fossum og síðar sjávarfletinu þar sem eyjar […]

Guðsþjónusta á Uppstigningardegi 25. maí. Dr. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar

Guðsþjónusta verður kl. 14:00 á Uppsigingardegi, degi aldraðra í Þjóðkirkjunni 25. maí í Kópavogskirkju.  Dr. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar.  Sr. Sigurður Arnarson og Ásta Ágústsdóttir, djákni þjóna fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Eftir guðsþjónustuna býður sóknarnefnd Kópavogskirkju viðstöddum að þiggja veitingar í safnaðarheimili Kópavogskirkju.  Í kaffinu mun Kór Kópavogskirkju syngja nokkur […]

Mál dagsins 23. maí

Mál dagsins verður 23. maí og hefst með samsöng kl. 14:30 undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Klukkan 15:10-15:30 flytur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri á Sjónvarpinu erindi um fréttastofuna.  Kl. 15:30 verður drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun.  Allir hjartanlegar velkomnir.

Mál dagsins 16. maí

Mál dagsins þann 16. maí n.k. hefst að venju kl.14:30 með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar í safnaðarheimilinu Borgum.  Um kl. 15:10-15:30 flytur sr. Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju erindi um ljóðlist.  Kaffi er drukkið kl.15:30 og stundinni lýkur með bæn og blessun kl. 16:00.  Allir hjartanlega velkomnir.

Basar 14. maí

Basar var haldinn sunnudaginn 14 maí síðastliðinn í safnaðarheimilinu Borgum.  Félagar í Máli dagsins stóðu fyrir basarnum og var safnað fyrir endurbótum á Kópavogskirkju.  Meðfylgjandi myndir voru teknar.

Fermingar vorið 2018

Síðsumarnámskeið verður 14. til 17. ágúst, 2018 frá kl. 9:15-12:30 í safnaðarheimilinu Borgum.  Skráningarblöð má nálgast með að senda tölvupóst á: kopavogskirkja@kirkjan.is  Vetrarfermingarfræðsla verður vikulega næsta vetur eftir samkomulagi.   Messur 20. ágúst 2017 og 28. janúar 2018 og fundur með foreldrum eftir messu.  Mikilvægt er að foreldrar og fermingarbörn komi á þessa fundi.   […]