Fjáröflunartónleikar 21. febrúar kl.20:00

Nokkrir listvinir Kópavogskirkju hafa ákveðið að stofna til tónleika 21.febrúar næstkomandi klukkan 20:00 í kirkjunni. Tónleikarnir eru hluti af söfnunarátaki sóknarnefndar Kársnes til viðgerða á steindum gluggum Gerðar Helgadóttur sem liggja undir skemmdum. Á Kársnesi og í nærumhverfi Kópavogskirkju býr m.a. fjöldinn allur af tónlistarfólki. Á efnisskrá tónleikanna er m.a. frumfluttningur á verki Martial Nardeau en verkið heitir “Gerður” og er samið til heiðurs listakonunni.
Kostnaður viðgerða liggur ekki fyrir en mun skipta tugum milljóna króna. Kársnessöfnuður getur ekki staðið straum af viðgerðunum nema með góðri hjálp. Á síðustu misserum var ytri byrði kirkjunnar tekið í gegn og kirkjan máluð að utan. Ungur aðdáandi sagði þá í hrifngu: „Hún er orðin falleg aftur.”
Þeir sem vilja tryggja sér miða fyrir tónleikana geta keypt miða milli kl. 10.00-13.00 virka daga í safnaðarheimili kirkjunnar (sími: 5541898, netfang:kopavogskirkja@kirkjan.is), Hábraut 1a. Miðaverð er 3.500 krónur og rennur allur ágóði óskertur til verkefnisins.
Þeir sem vilja leggja átakinu lið en komast ekki á tónleikana geta styrkt verkefnið með frjálsu framlagi á reikning: 0536-26-630000 Kennitala: 691272-0529

Listamennirnir sem koma að tónleikunum eru:
– Martial Nardeau
-Elísabet Waage, harpa
-Hafdís Vigfúsdóttir, flauta
-Kristján Matthíasson, fiðla
-Lenka Mátéová, orgel
-Peter Máté, piano
-Svava Bernharðsdóttir, lágfiðla
Gunnar Guðbjörnsson, tenór
Einar Clausen, tenór
María Jónsdóttir, sópran
Magnea Tómasdóttir, sópran
Jóhanna Ósk Valsdóttir, mezzo-sópran
Bjarni Jónatansson, pianó
Lilja Cardew, pianó
Oktetinn Einn tvöfaldur
Árni Harðason, stjórnandi
Flautukórinn
Kristín Stefánsdóttir, stjórnandi

Kynnir verður:
Theódór Júlíusson, leikari

Kópavogi, 13.febrúar, 2018
María Jónsdóttir, 894 4662
maria.jons.soprano@gmail.com
Lenka Mátéová, 864 6627
lenkam@internet.is