Entries by Sigurður Arnarson

Nokkur minnisatriði vegna fermingarfræðslunnar

Minnisatriði vegna síðsumarsfermingarfræðslu, ágúst 2019 Síðsumarnámskeið verður 19. til 22. ágúst, 2019 frá kl. 9:15-12:30 í safnaðarheimilinu “Borgum”.  Unglingarnir eru beðnir að koma með nesti með sér. Messur 25. ágúst 2019 og 26. janúar 2020 og fundur með foreldrum eftir messu.   Mikilvægt er að foreldrar, foráðafólk og fermingarbörn komi á þessa fundi. Sameiginlegir fermingarfræðslutímar (fyrir bæði síðsumarfræðslu- og vetrarfræðsluhóp) verða fimmtudaginn 21.nóvember, 2019 […]

Leiðsögn um glugga Gerðar Helgadóttur – Menning á miðvikudögum

21.08.2019 12:15 Leiðsögn með séra Sigurði Arnarsyni sóknarpresti sem segir frá steindum gluggum Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður veitir innsýn í nýjar framkvæmdir sem áttu sér stað á gluggum á suðurhlið kirkjunnar en hluti glugganna voru teknir niður og sendir til viðgerða til Oidtmann bræðra í Þýskalandi, sem er sama glerverkstæði og Gerður vann […]

Guðsþjónusta 11. ágúst

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 11. ágúst klukkan 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Lenka Mátéová, kantor annast undirleik. Allir hjartanlega velkomnir.

Messa 4. ágúst

Messa verður um verslunarmannahelgina þann 4. ágúst kl. 11:00 í eða við Kópavogskirkju. Ef vel viðrar verður messað úti við annars inni í kirkjunni. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar. Kantor er Lenka Mátéová. Allir hjartanlega velkomnir.

Sumarið í Kópavogskirkju

Þjóðkirkjusöfnuðirnir í Kópavogi eru með samstarf um sumarhelgihaldið líkt og fyrri sumur en skipulagið er þannig að í júní verður messað í Hjallakirkju, júlí í Digraneskirkju og fyrri part ágúst í Kópavogskirkju. Hefðbundið helgihaldi í Kópavogskirkju hefst aftur 16. ágúst kl. 11:00. Prestar kirknanna skipta með sér messum sem eru alla jafna kl. 11.00 á […]

Guðsþjónusta á Hvítasunnudag

Guðsþjónusta verður á Hvítasunnudag 9. júni kl.11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Gunnar Gunnarsson, organisti og Sara Grímsdóttir, söngkona annast tónlistarflutning. Allir hjaranlega velkomnir.

Uppstingningardagur 30. maí, 2019

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju 30. maí n.k. kl.14:00. Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti vísiterar Kársnessöfnuð og prédikar í guðsþjónustunni. Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur og Ásta Ágústsdóttir, djákni þjóna fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová, kantors. Á eftir guðsþjónustu er kirkjugestum boðið að þiggja veitingar í boði sóknarnefndar í safnaðarheimilinu […]