Helgihald í Dymbilbiku og um páska

2. apríl, kl.11:00. Skírdagur. Ferming. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttir, djákna.

3. apríl, kl.11:00. Föstudagurinn langi. Guðsþjónusta.

3. apríl, kl.13-16:00. „Passíusálmar í tali og tónum.“ Lestur á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar og tónlistarflutningur.

5. apríl, kl. 08:00. Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta með tónlagi sr. Bjarna Þorsteinssonar. Veitingar að lokinni guðsþjónustu í safnaðarheimilinu Borgum.

5. apríl, kl. 09:45. Páskadagur. Göngutúr um Kársnesið með leiðögn. Lagt af stað frá safnaðarheimilinu Borgum. Leiðsögn annast Frímann Ingi Helgason og Þorleifur Friðrikssson

Passíusálmalestur í Kópavogskirkju á föstudaginn langa 3. apríl n.k.

Passíusálmalestur í Kópavogskirkju, föstudaginn langa 3. apríl n.k. Kl. 13.00 – 16.00 verða lesnir valdir passíusálmar sr. Hallgríms Péturssonar, prests í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.

Lesarar sem flytja sálmana eru á öllum aldri sá, yngsti 13 ára, Hekla Martinsdóttir Kolmar, nemandi í Kársnesskóla. Auk hennar lesa, sr. Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup. Gunnlaugur V. Snævarr, áhugamaður um kirkju og kristni , Jónas Ingimundarson, píanóleikari og heiðursborgari Kópavogs, Guðrún Árnadóttir, fyrrum bókavörður og Þórunn Elín Pétursdóttir, söngvari.

Tónlistin fær að njóta sín, Lenka Mátéova kantor Kópavogskirkju leikur á orgel kirkjunnar og leiðir áheyrendur í gegnum sálmalögin sem notuð hafa verið við sálma Hallgríms. Kór Kópavogskirkju syngur og einsöngvarar eru Guðbjörg Björnsdóttir, sópran og Þórunn Elín Pétursdóttir, sópran.

Allir hjartanlega velkomnir en lesturinn verður frá kl. 13.00 – 16.00. Meðfylgjandi er mynd af Heklu Martinsdóttur, yngsta lesaranum.

photo-150x150

Starf fyrir börn í 1.-4. bekk

Starfið er á miðvikudögum kl. 14:00-15:00 fyrir 3.-4. bekk og kl. 15:30-16:30 fyrir 1.-2. bekk. Páskafrí verður 1. apríl n.k. en starfið hefst aftur 8. apríl.

Meðfylgjandi myndir voru teknar af félögum í 3.-4. bekk í páskaeggjabingói.

image-26-e1427306783179-150x150 image-30-e1427307070882-150x150 image-251-e1427306742652-150x150

Fermingarmessa á Pálmasunnudegi 29. mars n.k.

Fermingarmessa verður í Kópavogskirkju á Pálmasunnudegi 29. mars n.k. kl.11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur, djákna. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.

Kór Kópavogskirkju á ferðalagi í Lundúnum ásamt kantor og sóknarpresti

Sunnudaginn 15. mars síðastliðinn söng Kór Kópavogskirkju ásamt Kór Íslendinga í Lundúnum í guðsþjónustu íslenska safnaðarins í Sænsku kirkjunni í Lundúnum. Lenka Mátéová, kantor Kórs Kópavogskirkju lék á orgel og Helgi Már Ingvarsson, stjórnaði.

Eitt barn var borðið til skírnar. Sr. Sigurður Arnarson, prédikaði og þjónaði fyrir altari. Í kirkjukaffinu á eftir söng Kór Kópavogskirkju fjögur lög.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri.

IMG_96281-500x333 IMG_96771-500x333

Heimsókn í Mál dagsins frá Boston

Bandarískur drengja- og unglingakór heimsótti “Mál dagsins” 17. mars síðastliðinn. 39 söngvarar sungu og var gerður góður rómur að. Sungu þeir meðal annars á íslensku “Heyr himnasmiður” og “Á Sprengisandi”.

Á eftir þáðu þeir ásamt kennurum sínum veitingar og hrósuðu þeir íslensku kleinunum sérstaklega.

image-181-150x150 image-201-e1427285982830-150x150 image-211-e1427285942239-150x150 image-221-e1427285912598-150x150 image-231-e1427285871307-150x150 image-241-e1427285836561-150x150

Æskulýðsstarfið fellur niður í kvöld

Vegna veðurs fellur æskulýðsstarfið niður í kvöld.  Nánari upplýsingar um lok starfsins verða auglýst síðar.

“Mál dagsins” 10. mars fellur niður í dag vegna slæms veðurútlits

Mál dagsins í dag 10. mars fellur niður í dag vegna slæms veðurútlits.  Næsta Mál dagsins verður þriðjudaginn 17. mars n.k.klukkan 14:30-16:00 í Safnaðarheimilinu Borgum.

Kyrrðardagur með dr. Karli Sigurbjörnssyni

Laugardaginn, 14. mars er boðið til kyrrðardags í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar við Vonarstræti.

Karl Sigurbjörnsson, biskup, leiðir kyrrðardaginn, fræðir um Bænabandið og hvernig hægt er að nýta það í uppbyggingu trúar og bænalífs, og stýrir íhugun og bæn.

Stuðst er við bækurnar: Martin Lönnebo: Bænabandið og Eva Cronsioe og Thomas Ericson: Vegurinn. Byrjað verður með morgunverði 8.30 og lokið um kl. 16. Eftir hádegi verður gengin verður pílagrímaganga, bænaganga um nágrennið, svo mikilvægt er að búa sig í samræmi við það.

Skráning og nánari upplýsingar: laufey@domkirkjan.is.

Kyrrðardagur, retreat, er hvíldardagur, þar sem við færi gefst að leita inn í hina góðu, umvefjandi kyrrð, sem veitir hjartanu hvíld, og styrkjast í trú og bæn.