Mál dagsins

Mál dagsins hefst aftur eftir jólafrí, þriðjudaginn 12. janúar n.k. kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Flutt verður erindi og um kl. 15:30 verður kaffi.  Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.  Guðfræðinemar frá Bandaríkjunum taka þátt í stundinni.image-332-e1444760383578-500x373

Hátíðarguðsþjónusta á Nýjársdag

Hátíðarguðsþjónusta verður á Nýjársdag kl.14:00.  Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna flytur hátíðarræðu.  Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur þjónar fyrir altari.  Forsöngvari: Þórunn Elín Pétursdóttir.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors.  Sungnir verða hátíðarsöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar.8745853318_db0fef81db_k

Aftansöngur á Gamlársdag

8745852494_b2f9064ea8_k

Aftansöngur verður á Gamlársdag kl. 18:00 í Kópavogskirkju.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Forsöngvari: Sigmundur Jónsson.  Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar verður flutt.

Aftansöngur á Aðfangadag

8745852494_b2f9064ea8_kAftansöngur á Aðfangadag kl.18:00.  Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt.  Hátíðartónlist flutt frá kl. 17:30.

Beðið eftir jólunum

Helgistund í sunnudagaskólasniði á Aðfangadag kl. 15:00 í Kópavogskirkju.  Sóknarprestur og Þóra Marteinsdóttir leiða.  Barna-2

Kirkjuhlaup í Kópavogi á aðventunni 2015

Hópur fólks hljóp í dag frá Kópavogskirkju að Hjallakirkju og þaðan að Digraneskirkju, síðan var haldið kapellu Líknardeildar Landsspítalans á Kársnesi og að Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þar sem kapella. Meðfylgjandi myndir voru teknar af hlaupurunum.

Kirkjuhlaup 2015 2.Kirkjuhlaup 215, 1 Kirkjuhlaup 2015 3

Kirkjuhlaup í Kópavogi

ALLIR VELKOMNIR MEÐ OKKUR Í KIRKJUHLAUP KÓPAVOGS

Við hittumst tímanlega í Kópavogskirkju og byrjum á notarlegri stund saman þar sem Sigríður Ósk Kristjánsdóttir syngur tvo jólasálma og Lenka Mátéová leikur á orgel. Klukkan 17:40 verður klukkum Kópavogskirkju hringt og við leggjum af stað í sjálft hlaupið.

Við prófuðum þetta í fyrsta skiptið í fyrra og það tókst með eindæmum vel, því ákváðum við að endurtaka leikinn.

Hlaupinn verður ca. 10 km hringur

– ALLIR HLAUPA Á SÍNUM HRAÐA OG NJÓTA –

Hlaupið verður á milli nokkurra kirkna í Kópavogi:
Kópavogskirkja – Hjallakirkja – Lindakirkja – Digraneskirkja – Sunnuhlíðarkapella – Kapellan líknardeildinni – Kópavogskirkja
(Auðvelt að stytta í t.d. 7 km hring með því að sleppa Lindakirkju)

AÐ LOKNU HLAUPI ER BOÐIÐ UPPÁ HLAUPAVÆNAR VEITINGAR Í BORGUM – SAFNAÐARHEIMILI KÓPAVOGSKIRKJU.

Hlaupið er skipulagt af Sigurði Arnarsyni presti í Kópavogskirkju, í samvinnu við Hlaupahóp Þríkó og Bíddu Aðeins.

Kópavogskirkja

Meðfylgjandi mynd sendi Jón Árni Rúnarsson okkur nýlega.

IMG_0104

Jólaball í safnaðarheimilinu Borgum

Sunnudaginn 6. desember s.l. var haldið jólaball í safnaðarheimilinu Borgum. Dansað var kringum jólatré og jólasveinn kom í heimsókn. Meðfylgjandi myndir voru teknar á ballinu.

Jolaball-2015-Jolasveinn

Jólaball-20151

 

Mál dagsins 15. desember

Mál dagsins verður 15. desember n.k. og hefst að venju kl. 14:30 með samsöng í umsjón Lenku Matéová og Friðriks Kristinssonar. Klukkan 15:10-15:30 mun Marta Johnsson, skókaupakona í Lundúnum flytja erindi. Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.