Um Kópavogskirkju
Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is.
Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is
Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is
Tónlistarstjóri: Elísa Elíasdóttir: elisaeliasdottir@gmail.com
Kirkjuvörður er Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, netfang kirkjuvordur@kopavogskirkja.is
Kirkjan er opin eftir samkomulagi.
Nýjustu Fréttir
- 27/4/25 Barna- og fjölskylduguðsþjónusta og uppskeruhátíð barnastarfsinsapríl 25, 2025 - 3:05 e.h.
- Dymbilvika og páskar í Kópavogskirkjuapríl 15, 2025 - 9:45 f.h.
- Fermingamessa 13/04/25apríl 10, 2025 - 5:55 e.h.
- Karlakaffi 1/4/25mars 30, 2025 - 6:48 e.h.
- Mál dagsins 1/4/25mars 30, 2025 - 6:13 e.h.
Passíusálmalestur í Kópavogskirkju á föstudaginn langa 3. apríl n.k.
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirPassíusálmalestur í Kópavogskirkju, föstudaginn langa 3. apríl n.k. Kl. 13.00 – 16.00 verða lesnir valdir passíusálmar sr. Hallgríms Péturssonar, prests í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.
Lesarar sem flytja sálmana eru á öllum aldri sá, yngsti 13 ára, Hekla Martinsdóttir Kolmar, nemandi í Kársnesskóla. Auk hennar lesa, sr. Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup. Gunnlaugur V. Snævarr, áhugamaður um kirkju og kristni , Jónas Ingimundarson, píanóleikari og heiðursborgari Kópavogs, Guðrún Árnadóttir, fyrrum bókavörður og Þórunn Elín Pétursdóttir, söngvari.
Tónlistin fær að njóta sín, Lenka Mátéova kantor Kópavogskirkju leikur á orgel kirkjunnar og leiðir áheyrendur í gegnum sálmalögin sem notuð hafa verið við sálma Hallgríms. Kór Kópavogskirkju syngur og einsöngvarar eru Guðbjörg Björnsdóttir, sópran og Þórunn Elín Pétursdóttir, sópran.
Allir hjartanlega velkomnir en lesturinn verður frá kl. 13.00 – 16.00. Meðfylgjandi er mynd af Heklu Martinsdóttur, yngsta lesaranum.
Eldklerkurinn – Leiksýning 31. mars n.k. kl. 20:00 í Kópavogskirkju
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirStarf fyrir börn í 1.-4. bekk
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirStarfið er á miðvikudögum kl. 14:00-15:00 fyrir 3.-4. bekk og kl. 15:30-16:30 fyrir 1.-2. bekk. Páskafrí verður 1. apríl n.k. en starfið hefst aftur 8. apríl.
Meðfylgjandi myndir voru teknar af félögum í 3.-4. bekk í páskaeggjabingói.
Fermingarmessa á Pálmasunnudegi 29. mars n.k.
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirFermingarmessa verður í Kópavogskirkju á Pálmasunnudegi 29. mars n.k. kl.11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur, djákna. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.
Kór Kópavogskirkju á ferðalagi í Lundúnum ásamt kantor og sóknarpresti
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirSunnudaginn 15. mars síðastliðinn söng Kór Kópavogskirkju ásamt Kór Íslendinga í Lundúnum í guðsþjónustu íslenska safnaðarins í Sænsku kirkjunni í Lundúnum. Lenka Mátéová, kantor Kórs Kópavogskirkju lék á orgel og Helgi Már Ingvarsson, stjórnaði.
Eitt barn var borðið til skírnar. Sr. Sigurður Arnarson, prédikaði og þjónaði fyrir altari. Í kirkjukaffinu á eftir söng Kór Kópavogskirkju fjögur lög.
Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri.
Heimsókn í Mál dagsins frá Boston
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirBandarískur drengja- og unglingakór heimsótti “Mál dagsins” 17. mars síðastliðinn. 39 söngvarar sungu og var gerður góður rómur að. Sungu þeir meðal annars á íslensku “Heyr himnasmiður” og “Á Sprengisandi”.
Á eftir þáðu þeir ásamt kennurum sínum veitingar og hrósuðu þeir íslensku kleinunum sérstaklega.
Æskulýðsstarfið fellur niður í kvöld
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirVegna veðurs fellur æskulýðsstarfið niður í kvöld. Nánari upplýsingar um lok starfsins verða auglýst síðar.
“Mál dagsins” 10. mars fellur niður í dag vegna slæms veðurútlits
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirMál dagsins í dag 10. mars fellur niður í dag vegna slæms veðurútlits. Næsta Mál dagsins verður þriðjudaginn 17. mars n.k.klukkan 14:30-16:00 í Safnaðarheimilinu Borgum.
Kyrrðardagur með dr. Karli Sigurbjörnssyni
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirLaugardaginn, 14. mars er boðið til kyrrðardags í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar við Vonarstræti.
Karl Sigurbjörnsson, biskup, leiðir kyrrðardaginn, fræðir um Bænabandið og hvernig hægt er að nýta það í uppbyggingu trúar og bænalífs, og stýrir íhugun og bæn.
Stuðst er við bækurnar: Martin Lönnebo: Bænabandið og Eva Cronsioe og Thomas Ericson: Vegurinn. Byrjað verður með morgunverði 8.30 og lokið um kl. 16. Eftir hádegi verður gengin verður pílagrímaganga, bænaganga um nágrennið, svo mikilvægt er að búa sig í samræmi við það.
Skráning og nánari upplýsingar: laufey@domkirkjan.is.
Kyrrðardagur, retreat, er hvíldardagur, þar sem við færi gefst að leita inn í hina góðu, umvefjandi kyrrð, sem veitir hjartanu hvíld, og styrkjast í trú og bæn.
Eldklerkurinn, leiksýning 31. mars n.k. kl. 20:00 í Kópavogskirkju
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirMöguleikhúsið sýnir „Eldklerkinn“ í Kópavogskirkju þriðjudaginn 31. mars n.k. klukkan 20:00. Sýningin er samvinnuverkefni Þjóðkirkjusafnaðanna í Kópavogi.
Enginn aðgangseyrir og allir að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir.
Eldklerkurinn er einleikur um séra Jón Steingrímsson og Skaftárelda. Jón Steingrímsson er kunnastur fyrir eldmessuna er hann flutti í miðjum Skaftáreldum, en hver var hann, hvaðan kom hann og hver urðu örlög hans? Hér er sögð saga frá 18. öld af góðum bónda, lækni og presti sem þarf að takast á við afleiðingar skelfilegustu náttúruhamfara Íslandssögunnar á tímum örbirgðar og undirokunar. Leikverkið byggir að mestu á skrifum Jóns, en um leið vekur það spurningar um hliðstæður við hamfarir af völdum manna og náttúru sem yfir þjóðina hafa dunið á síðustu árum.