Entries by gre

Jólaball í safnaðarheimilinu Borgum

Sunnudaginn 6. desember s.l. var haldið jólaball í safnaðarheimilinu Borgum. Dansað var kringum jólatré og jólasveinn kom í heimsókn. Meðfylgjandi myndir voru teknar á ballinu.  

Mál dagsins 15. desember

Mál dagsins verður 15. desember n.k. og hefst að venju kl. 14:30 með samsöng í umsjón Lenku Matéová og Friðriks Kristinssonar. Klukkan 15:10-15:30 mun Marta Johnsson, skókaupakona í Lundúnum flytja erindi. Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta 13. desember

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 13. desember n.k. kl. 11:00. Börn frá leiksskólanum Kópasteini flytja helgileik. Sunnudagaskólinn tekur þátt í stundinni, sem er leidd af sr. Sigurði Arnarsyni, Þóru Marteinsdóttur. Lenka Mátéová annast undirleik. Allir hjartanlega velkomin.

Barna- og fjölskylduhelgistund 6. desember n.k.

Barna- og fjölskyldustund verður í Kópavogskirkju 6. desember n.k. kl. 11:00. Börn úr Kársnesskóla syngja undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Sunnudagaskólinn tekur þátt og umsjón hafa: Ásta Ágústsdóttir, djákni, Þóra Marteinsdóttir og Bjarmi Hreinsson. Jólaball verður á eftir í safnaðarheimilinu Borgum. Allir hjartanlega velkomnir.