200 ára afmæli Biblíufélagsins

Í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags verður haldið málþing í Háteigskirkju (Setrinu, 1. hæð), þriðjudaginn 8. desember kl. 16 undir yfirskriftinni “Biblían okkar og framtíðin”.

Á málþinginu verða flutt þrjú erindi:

  • Egill Jóhannsson, útgefandi: Biblíuútgáfur og framtíðin.
  • Stefán Einar Stefánsson, guðfræðingur og blaðamaður: Til allra þjóða.
  • Dr. Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup: Til hvers Biblían? Til hvers Biblíufélag?

Málstofustjóri: Valgeir Ástráðsson.
Boðið verður upp á kaffisopa. Verið hjartanlega velkomin!

“Ég hef augu mín til fjallanna”

Í ár er Hið íslenska biblíufélag 200 ára og hefur því verið fagnað með ýmsum viðburðum frá því í janúar. Síðasti viðburðurinn í tilefni afmælisins verður haldinn í Dómkirkjunni föstudaginn 11. desember kl. 20 en þar munu Margrét Hannesdóttir, sópran og Hólmfríður Sigurðardóttir, píanóleikari, flytja tónlist sem samin hefur verið við texta Biblíunnar. Tónlistin sem flutt verður er bæði íslensk og erlend og má þar nefna Ljóðaljóð Páls Ísólfssonar, Biblíuljóð Dvořáks sungin á íslensku og Rejoice úr Messíasi eftir Händel. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.