Barna- og fjölskylduhelgistund 6. desember n.k.

Barna- og fjölskyldustund verður í Kópavogskirkju 6. desember n.k. kl. 11:00. Börn úr Kársnesskóla syngja undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Sunnudagaskólinn tekur þátt og umsjón hafa: Ásta Ágústsdóttir, djákni, Þóra Marteinsdóttir og Bjarmi Hreinsson. Jólaball verður á eftir í safnaðarheimilinu Borgum. Allir hjartanlega velkomnir.