Mál dagsins 14. mars

Mál dagsins 14. mars n.k. hefst með samsöng kl. 14:30 í safnaðarheimilinu Borgum undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Kl. 15:10 flytur Björg Baldursdóttir, skólastjóri Kársnesskóla erindi um skólann.  Um kl. 15:30 verður drukkið kaffi.  Stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun.  Allir hjartanlega velkomnir.

Æskulýðsdagurinn 5. mars kl. 11:00 í Kópavogskirkju

Á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar verður barna- og fjölskyldusamvera í Kópavogskirkju kl. 11:00.   Félagar úr Skólakór Kársnes syngja og félagar úr Kærleikssmiðju Kópavogskirkju taka einnig þátt.  Allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta 26. febrúar kl.11:00 fellur niður vegna ófærðar

Guðsþjónusta 26. febrúar kl.11:00 fellur niður í Kópavogskirkju vegna ófærðar.

Breyttur tími fyrir hádegisbænir frá og með 6.mars

Hádegisbænir, sem hafa verið í Kópavogskirkju á þriðjudögum kl. 12:10 færast frá og með 6. mars til kl. 13:45 einnig á þriðjudögum.  Hægt er að koma fyrirbænaefnum með því að senda tölvupóst á kopavogskirkja@kirkjan.is eða á skrifstofutíma (virka daga á milli 9-13) í síma:5541898.  Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins 28. febrúar

Mál dagsins verður þriðjudaginn 28. febrúar n.k. kl. 14:30-16:00.  Starfið hefst með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar.  Um kl. 15:10 heldur Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Póstins erindi.  Kl. 15:30 er drukkið kaffi.  Stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun.  Allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta 26. febrúar

Guðsþjónusta verður 26. febrúar n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Félagar úr Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátévoá.  Kærleikssmiðja fyrir börn hefst á sama tíma kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.

Mál dagsins

Þriðjudaginn 21. febrúar n.k. verður Mál dagsins í safnaðarheimili Kópavogskirkju.  Starfið hefst kl. 14:30 með hópsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Um kl. 15:10 flytur sr. Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur erindi.  Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun.  Allir að sjálfsögðu velkomnir.

Kærleikssmiðja

Kærleikssmiðja fyrir börn verður í safnaðarheimili Kópavogskirkju, sunnudaginn 19. febrúar kl. 11:00.  Unnið er með dæmisöguna af miskunnsama samverjanum út frá ýmsum listformum.

Guðsþjónusta 19. febrúar

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 19. febrúar kl.11:00.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Matéová.

Biblían og bænin bænin og Biblían

Tveggja kvölda námskeið í Seljakirkju um Biblíuna og bænina miðvikudagana 15. og 22. febrúar kl. 19:30-21:00 í Seljakirkju.Á námskeiðinu verður fjallað um Biblíuna og Biblíulestur, bænina og bænalífið.   Leitað verður svara við því hvernig Biblían og bænin tengjast hvort öðru.  Hvernig þetta tvíeiki getur aukið núvitund, skerpt markmiðssetningu og verið hamingjuauðgandi.  Einnig verða skoðaðar þær hindranir sem oft verða í veginum þegar Biblían er opnuð eða þegar bænin lendir í öngstræti.  Fátt er betra á nýju ári en að setja Biblíuna og bænina inn í hefðbundna rútínu hversdagsins og mun námskeiðið leitast við að auðvelda þá nálgun fyrir þátttakendur.Leiðbeinandi er sr. Bryndís Malla Elídóttir prestur Seljasóknar,,Skráning á seljakirkja@kirkjan.is eða í síma 567 0110, Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.