Uppskeruhátíð barnastarfs Kópavogskirkju 23. apríl

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 23. apríl n.k. kl.11:00.  Félagar úr þriðja og fjórða bekk Kársnesskóla syngja undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur.  Umsjón með stundinni hafa sr. Sigurður, Bragi Árnason og Leif Kristján Gjerde.  Á eftir verður boðið upp á pylsur og djús við safnaðarheimilið Borgir.  Hoppukastalarar verða á svæðinu og að sjálfsögðu eru allir hjartanlega velkomnir.image-14