Hátíðarguðsþjónusta á jóladag
Hátíðarguðsþjónusta verður á jóladag kl.14:00 í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar sungið.
This author has not written his bio yet.
But we are proud to say that Sigurður Arnarson contributed 745 entries already.
Hátíðarguðsþjónusta verður á jóladag kl.14:00 í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar sungið.
Aftansöngur verður í Kópavogskirkju á aðfangadag, 24. desember n.k. kl. 18:00. Ásta Ágústsdóttir, djákni prédikar og sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur þjónar fyrir altari. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Tónlist verður flutt í kirkjunni frá kl. 17:30. Allir að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir.
Fjölskyldustund í Kópavogskirkju kl. 15:00 á aðfangadag. Jólaguðspjallið og jólasálmar sungnir. Allir hjartanlega velkomnir.
Guðsþjónusta verður 18. desember n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.
Kirkjuhlaup í Kópavogi verður miðvikudaginn 14. desember n.k. kl. 17:30 frá Hjallakirkju. Sungin verður jólasálmur og svo lagt af stað. Hlaupið er í samvinnu við Þríkó hópinn í Breiðabliki. Boðið er upp á 7 km eða 11 km leið á milli kirkna og kapella í Kópavogi. Að loknu hlaupi er boðið upp á hlaupavænar veitingar í […]
Mál dagsins þann 13. desember hefst að venju kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová. Um kl. 15:10 munu prestarnir Petrína Mjöll Jóhannesdóttir og Guðmundur Karl Brynjarsson segja frá nýútgefnum bókum sínum. Kl. 15:30 verður drukkið kaffi. Stundinni lýkur með bæn og blessun kl. 16:00. Næsta Mál dagsins eftir jólafrí verður […]
Mál dagsins hefst þriðjudaginn 6. desember n.k. kl.14:30 með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová. Um kl. 15:10 flytur Pétur Einarsson fyrirlestur um heimildarmyndina „Rannsaked“ og svarar fyrirspurnum. Um kl.15:30 er drukkið kaffi. Stundinni lýkur kl.16:00 með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á jólaballi Kársnessafnaðar 4. desember.
„Kom engill til mín“. Miðvikudagur 7. desember kl. 20:00-21:00.Aðventutónleikar Kórs Kópavogskirkju í safnaðarheimilinu Borgum. Fjölbreytt hátíðleg og hlýleg aðventu- og jólalög flutt. Stjórnandi Lenka Mátéová. Meðleikari Peter Máté. Engin aðgangseyrir og boðið upp á heitt kakó og smákökur eftir tónleika.
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 4. desember n.k. og hefst kl. 11:00. Sungið verður meðal annars; „Kærleikslagið“ úr sunnudagasmiðju. Skólakár Kársnes syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Á eftir verður jólaball í safnaðarheimilinu Borgum. Dansað kringum jólatré og von er á rauðklæddum gestum. Enginn aðgangseyrir og allir hjartanlega velkomnir.
Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is.
Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is
Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is
Tónlistarstjóri: Elísa Elíasdóttir: elisaeliasdottir@gmail.com
Kirkjuvörður er Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, netfang kirkjuvordur@kopavogskirkja.is
Kirkjan er opin eftir samkomulagi.