Haustferð

Farið verður þriðjudaginn 19. september kl. 09:45 frá safnaðarheimilinu Borgum.  Haldið verður í vesturbæ Reykjavíkur og þar staðarskoðun að hætti sr. Sigurðar Arnarsonar.  Klukkan 10:30 tekur Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands á móti hópnum í Veröld húsi stofunar Vigdísar Finnbogadóttur, síðan verður húsið og starfsemi þess skoðuðu.  Klukkan 12:15 verður hádegisverður á Hotel Natura og Pétur J. Johnsson mun segja frá Reykjavíkur flugvelli og einhverjum flugvélum, sem þar hafa haft viðkomu á leið sinni yfir hafið.  Klukkan 13:30 verður haldið, sem leið liggur í Mosfellsdal og hann skoðaður undir leiðsögn Bjarka Bjarnason.  Gljúfrasteinn Halldórs Laxnes verður heimsóttur.  Áætluð heimkoma í safnaðarheimilið Borgir er um kl.17:00.  Ferðin kostar 6.000 kr og ferðir og matur og kaffi eru innifalin.  Allir hjartanlega velkomnir.  Sætaframboð er takmarkað og skráningu á skrifstofu safnaðarins (sími: 5541898, opið virka daga á milli 9-1) lýkur 15. september n.k.