Vorvísur að hausti og Kór Kópavogskirkju

Þann 13. september n.k. kl.20:00 ætlar Kór Kópavogskirkju að fagna liðnu sumri og syngja inn haustið með vorvísum og fleiri fallegum lögum.  Tónleikagestum veður boðið upp á kaffi og kökur undir söng kórsins.

Kór Kópavogskirkju hefur starfað undir stjórn Lenku Matéová frá hausti 2008. Aðal tilgangur kórsins er að syngja við helgihald Kópavogskirkju en auk þess heldur kórinn tvenna tónleika á ári.  Meðal stórra verkefna kórsins á undanförnum árum eru: Messa í dúr eftir Dvorak ásamt Kór Hjallakrikju, Stabat Mater eftir Pergolesi og Messa í g dúr eftir Schubert.

Einkunnarorð kórsins eru gleði og gæði þar sem allir fá að njóta sín.  Meðal kórfélaga er að finna bæði menntaða söngvara og áhugafólk.  Meðleikari á tónleikunum verður Peter Maté.