Guðsþjónusta 4. nóvember kl.11:00
Minnst verður sérstaklega þeirra, sem eru látin. Beðið verður með nafni og kveikt á kerti til minningar um hvert þeirra, sem sóknarprestur Kópavogskirkju hefur jarðsungið frá 20. október 2017 til og með 29. október 2018. Aðstandendum þeirra er boðið sérstaklega til guðsþjónustunnar. Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur, djákna. […]
