Entries by Lilja Katrín Gunnarsdóttir

Mál dagsins 13. október 2015

Þriðjudaginn 13. október síðastliðinn heimsótti Gísli Örn Garðarson, leikstjóri “Mál dagsins” í safnaðarheimili Kópavogskirkju og sagði frá sýningu Vesturports í Þjóðleikhúsinu “Úr heimi Hróa Hattar” og í fleiri löndum. Sagði Gísli Örn meðal annars frá því hvernig hann nálgaðist umfjöllunarefnið og hverjar helstu áherslur væru varðandi sýninguna. Settist Gísli Örn svo niður og fékk sér […]

Guðsþjónusta 18. október

uðsþjónusta verður 18. október n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst kl. 11:00 í kirkjunni en flyst svo í safnaðarheimilið Borgir.

Mál dagsins 13. október

Mál dagsins hefst að venju kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar. Um kl. 15:10 heldur Gísli Örn Garðarson, leikstjóri erindi um sýninguna um Hróa Hött, sem nú er sýnd í Þjóðleikhúsinu. Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi og veitingar í boði. Stundinni lýkur kl. 16.00 með stuttri helgistund. Allir hjartanlega velkomnir.

Barna- og fjölskylduhelgistund

Barna- og fjölskylduhelgistund verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 11. október n.k. kl.11:00. Sunnudagaskólinn tekur þátt í stundinni, ásamt Skólakór Kársnes undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Allir hjartanlega velkomnir.

Guðþsjónusta 4. október

Guðsþjónusta 4. október kl. 11:00. Dr. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst að venju í kirkju en flyst síðan í safnaðarheimilið Borgir. Allir velkomnir.

Mál dagsins

Í “Máli dagsins” 6. október næstkomandi hefst stundin að venju með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar. Um kl. 15:10 heldur Þuríður Óttarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Kársnesskóla erindi um skólastarfið. Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund. Allir velkomnir.

Kirkjustarf fyrir 1.-4. bekk í vetur

Barnastarf í Kópavogskirkju fyrir nemendur 1.-4. bekkjar  Verið velkomin í starfið. Starfið hefst miðvikudaginn 7. október næstkomandi. Við munum hittast alla miðvikudaga frá 7. október – 2. Desember og svo aftur eftir áramót. 1.-2. bekkur mun mæta frá kl 14:00-15:00 og 3.-4. bekkur frá 15:30-16:30. Börn úr 1 og 2. bekk verða sótt um kl 13:45 […]