Entries by Lilja Katrín Gunnarsdóttir

Samskot í guðsþjónustum 13. og 20. september

Biskup Íslands hvetur söfnuði Þjóðkirkjunnar að efna til samskota í kirkjum landsins sunnudaganna 13. september og 20. september nk. til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starfsemi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu. Samskot verða í guðsþjónustum í Kópavogskirkju báða daganna í guðsþjónustum kl. 11:00.

Haustferð Kársnessafnaðar

Þriðjudaginn 15. september verður farið í haustferð á vegum Kársnessafnaðar. Lagt verður af stað kl.09:30 frá safnaðarheimilinu Borgum. Farið verður til Stokkseyrar og nágrennið skoðað undir leiðsögn staðarkunnugra. Komið verður til baka á milli 16:00-17:00. Verð á mann er 5000 krónur. Innifalið er rúta, hádegisverður og kaffi. Skráningu lýkur föstudaginn 11. september kl. 13:00. Hægt […]

Mal dagsins 8. september, 2015

Mál dagsins 8. september n.k. hefst kl.14:30 að venju með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar. Um kl.15:10 heldur Agnar Sigurvinsson erindi um Lúxemborg en hann hefur verið búsettur þar síðan 1965. Um kl. 15:30 verður drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins

Mál dagsins hefst aftur eftir sumarfrí 1. september n.k. kl. 14:30 í safnaðarheimilinu Borgum. Að venju verður samsöngur undir stjórn Lenku Mátéova og Friðriks Kristinssonar. Um kl. 15:10 mun Hafdís Bennett segja frá ljósmyndasýningu sinni í safnaðarheimilinu Borgum en Hafdís hefur verið búsett erlendis í um 60 ár. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni […]

Messa 30. ágúst n.k.

Messa verður 30. ágúst n.k. kl.11:00 í Kópavogskirkju með þátttöku fermingarbarna vorsins 2016. Ásta Ágústsdóttir, djákni flytur hugleiðingu og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Arnarsyni, sóknarpresti. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Eftir messu verður fundur um fermingarstörfin í safnaðarheimilinu Borgum fyrir fermingarbörnin og foreldra og forráðafólk þeirra.

Fermingarfræðsla í Kópavogskirkju, upplýsingar

Síðsumarsfermingarnámskeið verður 17. til 21. ágúst, 2015 frá kl. 9:30-12:00 í safnaðarheimilinu Borgum Messa 30. ágúst kl.11:00 og fundur með foreldrum eftir messu. Fermingarnámskeið í Vatnaskógi miðvikudaginn 7. október, 2015. Vetrarfermingarfræðsla (þau sem eru ekki í síðsumarfermingarfræðslunni): Tímar í september, 7, 14, 21, 28, 2015 Tímar í október, 5, 12, 19, 26, 2015 Tímar í […]

Lokað vegna sumarleyfa

Vegna sumarleyfa er skrifstofa Kársnessóknar  lokuð frá 8. júlí til og með 14. ágúst. Fylgst verður náið með símsvara kirkjunnar í síma 554 1898. Hægt er að ná sambandi við kirkjuvörð í  síma  898 8480 virka daga milli kl 9.00 og 15.00. Kirkjuvörður gefur upplýsingar varðandi leigu á safnaðarsal og bókun á kirkju. Ef óskað […]