Kirkjustarf fyrir 1.-4. bekk í vetur

Barnastarf í Kópavogskirkju fyrir nemendur 1.-4. bekkjar 

Verið velkomin í starfið. Starfið hefst miðvikudaginn 7. október næstkomandi. Við munum hittast alla miðvikudaga frá 7. október – 2. Desember og svo aftur eftir áramót.

1.-2. bekkur mun mæta frá kl 14:00-15:00 og 3.-4. bekkur frá 15:30-16:30.

Börn úr 1 og 2. bekk verða sótt um kl 13:45 í Dægradvöl Kársnesskóla og gengið til baka rúmlega 15:00. Börn úr 3.- 4. bekk verða sótt í Dægradvöl um kl. 15:00 og starfinu lýkur kl 16:30. Dagskráin verður með svipuðu sniði og í fyrra. Munum við reyna að hafa dagskrána sem fjölbreyttasta þannig að það sé eitthvað fyrir alla.

Dagskrá vetrarins:

7. október – Kynning á starfinu og skemmtilegir leikir
14. október – Tjáning, samskipti og leikir
21. október – Ratleikur
28. október – Vinátta og leikir
4. nóvember – Plakatgerð og spil
11. nóvember – Video, popp og djús
18. nóvember – “Minute to win it”
25. nóvember – Skreyta piparkökur
2. desember – Jólaföndur

Vinsamlega látið Dægradvöl einnig vita að barnið taki þátt í þessu starfi.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Bestu kveðjur,

Ýr Sigurðardóttir og Helgi Steinn Björnsson