Messa 18. janúar

Messa verður í Kópavogskirkju 18. janúar n.k. kl. 11:00. Til messunar eru sérstaklega boðuð foreldrar og fermingarbörn vetrarins. Nokkur fermingarbörn munu taka þátt í messunni.

Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni en flyst eftir messuupphaf í safnaðarheimilið Borgir.

Eftir messu verður fundur í safnaðarheimilinu Borgum með foreldrum og fermingarbörnum þar sem fermingarstarfið verður rætt og fermingarnar.