Entries by Lilja Katrín Gunnarsdóttir

Starf fyrir 1.-4. bekk

Starfið fyrir 1.-2. bekk og 3.-4. bekk hefst aftur eftir jóla- og áramótafrí miðvikudaginn 14. janúar n.k. í safnaðarheimilinu Borgum. Starfið fyrir 3.-4. bekk er frá 14:00-15:00 og starfið fyrir 1.-2. bekk er frá kl. 15:30-16:30. Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins

Næsta “Mál dagsins” verður þriðjudaginn 13. janúar n.k. og hefst kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová. Um kl. 15:10 mun Eyjólfur Eyjólfsson, söngvari fjalla um íslenska langspilið.  Kaffi verður drukkið kl. 15:30 og stundinni lýkur með stuttri helgisstund kl. 16:00. Allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta 11. janúar 2015

Næsta guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju 11. janúar n.k. kl. 11:00.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Sunnudagaskólinn hefst aftur eftir jóla- og áramótafrí.

Hugleiðing flutt á Nýjársdegi

Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands flutti eftirfarandi hugleiðingu í hátíðarguðsþjónustu í Kópavogskirkju á Nýjársdegi 2015 “Ég var að koma að Fitjum með um þúsund fjár eftir viku smalamennsku með bændum á Rangárvallaafrétti. Síminn búinn að vera batteríislaus í viku og ég algjörlega utan þjónustusvæðis fyrir mína nánustu. Ég hafði ekki miklar áhyggjur af sjálfstæðum börnum […]

Helgihald í Kópavogskirkju um áramót

Gamlársdagur, 31. desember, kl. 18:00. Guðsþjónusta, sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Tónlistarflutningur með óhefðbnu sniði,  Kristín Stefánsdóttir og félagar sjá um tónlistarflutning. Nýjársdagur, 1. janúar, kl. 14:00.  Hátíðarguðsþjónusta.  Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands flytur hugleiðingu. Sr. Sigurður Arnarson, þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Hátíðarsöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar. 11. […]

Helgihald um jól og áramót

Aðfangadagur, 24. desember, kl. 15:00.  Beðið eftir jólunum, helgistund með sunnudagaskólaívafi.  Sunnudagaskólakennarar og sóknarprestur annast stundina. Aðfangadagur, 24. desember, kl. 18:00.  Hátíðarguðsþjónusta.  Ásta Ágústsdóttir, djákni prédikar.  Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari.  Einsöngur: Þórunn Elín Pétursdóttir og einleikur á flautu: Hafdís Vigfúsdóttir. Hátíðarsöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar. Hátíðartónlist flutt frá kl. 17:30. Jóladagur, 25. desember, kl.14:00.  Hátíðarguðsþjónusta, dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar […]

Guðsþjónusta 21. desember kl. 11:00

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 21. desember n.k. kl. 11:00.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst að venju kl. 11:00 í kirkjunni.