Guðsþjónusta 24. september kl.11:00

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju kl.11:00.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.

Vorvísur að hausti

Kór Kópavogskirkju heldur tónleika í safnaðarheimilinu Borgum miðvikudaginn 13. september n.k. kl.20:00.  Stjórnandi er Lenka Mátéová.  Píanóleikari er Peter Máté.  Léttar veitingar verða í boði og aðgangseyrir er 2000kr.  Posi er ekki á staðnum.

Haustferð

Farið verður þriðjudaginn 19. september kl. 09:45 frá safnaðarheimilinu Borgum.  Haldið verður í vesturbæ Reykjavíkur og þar staðarskoðun að hætti sr. Sigurðar Arnarsonar.  Klukkan 10:30 tekur Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands á móti hópnum í Veröld húsi stofunar Vigdísar Finnbogadóttur, síðan verður húsið og starfsemi þess skoðuðu.  Klukkan 12:15 verður hádegisverður á Hotel Natura og Pétur J. Johnsson mun segja frá Reykjavíkur flugvelli og einhverjum flugvélum, sem þar hafa haft viðkomu á leið sinni yfir hafið.  Klukkan 13:30 verður haldið, sem leið liggur í Mosfellsdal og hann skoðaður undir leiðsögn Bjarka Bjarnason.  Gljúfrasteinn Halldórs Laxnes verður heimsóttur.  Áætluð heimkoma í safnaðarheimilið Borgir er um kl.17:00.  Ferðin kostar 6.000 kr og ferðir og matur og kaffi eru innifalin.  Allir hjartanlega velkomnir.  Sætaframboð er takmarkað og skráningu á skrifstofu safnaðarins (sími: 5541898, opið virka daga á milli 9-1) lýkur 15. september n.k.

Sunnudagaskólinn í safnaðarheimilinu Borgum

Næsti sunnudagaskóli verður sunnudaginn 17. september kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Gleði og gaman í hávegum haft.  Umsjón með skólanum hafa: Gríma Ólafsdóttir, Anna Lovísa Daníelsdóttir, Birkir Bjarnason og Jóhanna Elísa Skúladóttir.  Allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta 17. september

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 17. september n.k. kl.11:00.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Sunnudagaskólinn hefst kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Allir að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins

Mál dagsins verður 12. september.  Stundin hefst á samsöng kl.14:30 undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Klukkan 15:10 heldur Svava Jóhannsdóttir erindi um tangó og tekur lagið.  Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og með því.  Stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun.  Allir hjartanlega velkomnir.

Fyrirbænastundir

Fyrirbænastundir eru í Kópavogskirkju á þriðjudögum kl. 13:45.  Hægt er að koma fyrirbænaefnum með því að senda tölvupóst: kopavogskirkja.is eða hringja á skrifstofu kirkjunnar, á virkum dögum á milli 9-13 (5541898).

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta 10. september n.k.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 10. september n.k. klukkan 11:00.  Sunnudagaskólinn tekur þátt í guðsþjónustunni.  Allir að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins

Mál dagsins hefur aftur göngu sína eftir sumarfrí þriðjudaginn 5. september n.k.  Starfið hefst kl.14:30 í safnaðarheimilinu Borgum með samsöng undir stjórn Lenku Matéová og Friðriks Kristinssonar.  Kl.15:10 segir Unnur Þóra Jökulsdóttir frá nýlegri bók sinni um Mývatn.  Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og með því.  Stundinni lýkur kl.16:00 með bæn og blessun.  Allir hjartanlega velkomnir.