Vorvísur að hausti og Kór Kópavogskirkju

Þann 13. september n.k. kl.20:00 ætlar Kór Kópavogskirkju að fagna liðnu sumri og syngja inn haustið með vorvísum og fleiri fallegum lögum.  Tónleikagestum veður boðið upp á kaffi og kökur undir söng kórsins.

Kór Kópavogskirkju hefur starfað undir stjórn Lenku Matéová frá hausti 2008. Aðal tilgangur kórsins er að syngja við helgihald Kópavogskirkju en auk þess heldur kórinn tvenna tónleika á ári.  Meðal stórra verkefna kórsins á undanförnum árum eru: Messa í dúr eftir Dvorak ásamt Kór Hjallakrikju, Stabat Mater eftir Pergolesi og Messa í g dúr eftir Schubert.

Einkunnarorð kórsins eru gleði og gæði þar sem allir fá að njóta sín.  Meðal kórfélaga er að finna bæði menntaða söngvara og áhugafólk.  Meðleikari á tónleikunum verður Peter Maté.

Sunnudagaskólinn

Sunnudagaskólinn hefur aftur starfsemi sína sunnudaginn 10. september nk. kl.11:00 í barna- og fjölskylduguðsþjónustu í Kópavogskirkju.  Allir að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta 3. september kl.11:00

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 3. september n.k. kl.11:00.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.

Guðsþjónusta 27. ágúst kl.11:00

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 27. ágúst n.k. kl. 11:00.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová.

Messa 20. ágúst kl.20:00

Messa verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 20. ágúst n.k. kl. 20:00.  Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur og Ásta Ágústsdóttir, djákni þjóna.  Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová.  Þór Arnarson og félagar leika á orgel og fleiri hljóðfær.  Til messunar eru fermingarbörn vestursins boðuð ásamt foreldrum og forráðafólki.

Guðsþjónusta 6. ágúst kl.11:00

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 6. ágúst kl. 11:00 í Kópavogskirkju.  Sr. Sigfús Kristjánsson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Guðný Einarsdóttir leikur á orgel.

Helgihald í sumar

Helgihald sumarið 2017 í Kópavogi

Þjóðkirkjusöfnuðurnir í Kópavogi verða eins og undanfarin ár í samstarfi um helgihald frá og með 11. júní til og með 13. ágúst í sumar. Í júní verða guðsþjónustur í Hjallakirkju, í júlí í Digraneskirkju og í ágúst í Kópavogskirkju og hefjast þær kl. 11:00.

Sunnudagaskóli verður á hverjum sunnudegi kl.11:00 í Lindakirkju ef frá er skilin verslunarmannahelgin.

Hjallakirkja 11. júní kl. 11:00.  Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson og sr. Sigurður Arnarson

Hjallakirkja 18. júní kl.11:00 Sr. Guðni Már Harðarson

Hjallakirkja 25. júní kl. sr. Gunnar Sigurjónsson.

Digraneskirkja 2. júlí kl.11:00.  Sr. Karen Lind Ólafsdóttir.

Digraneskirkja 9. júlí kl. 11:00. Sr. Gunnar Sigurjónsson

Digraneskirkja 16. júlí kl. 11:00. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson

Digraneskirkja 23. júlí kl. 11:00. Sr. Magnús B. Björnsson

Digraneskirkja 30. júlí kl. 11:00.  Sr. Sigurður Arnarson

Kópavogskirkja 6. ágúst kl. 11:00. Sr. Sigfjús Kristjánsson

Kópavogskirkja 13. ágúst kl. 11:00. Sr. Karen Lind Ólafsdóttir.

„Þar sem ég má næðis njóta“

Annan í hvítasunnu, mánudaginn 5. júní kl. 18:00 verður opnuð listsýning Guðbjargar Lindar Jónsdóttur í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgum (skáhalt gengt Gerðarsafni).  Sýningin samanstendur af úrvali verka úr eigu listamannsins.  Kór unglinga frá Lúxemborg mun syngja nokkur lög í tilefni opnunarinnar.  Viðfangsefni Guðbjargar Lindar hafa löngum tengst vatni, fyrst fossum og síðar sjávarfletinu þar sem eyjar og bátar fljóta á yfirborðinu eða fjallshlíðar og eyrar teyja sig út á hafflötinn.  Í verkum Guðbjargar Lindar segir af ferðalagi á vit veraldar þar sem skyna má hið upphafna í sjálfum einfaldleikanum.  Sýningin er opin virka daga á milli 09:00-13:00 (lokað í júlí) og eftir samkomulagi (kopavogskirkja@kirkjan.is) www. gudbjorglind.is

Allir hjartanlega velkomnir.

 

Guðsþjónusta á Hvítasunnudag 4. júní kl.11:00

 

Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors.  Barnakór frá Luxemborg syngur.  Lesnir verða ritningarlestrar og bæna beðið á nokkrum tungumálum.  Allir hjartanlega velkomnir.