La Traviata í Máli dagsins 12. mars n.k.

Mál dagsins hefst að venju kl. 14:30 þann 12. mars n.k. með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová. Klukkan 15:10-15:30 mun Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri segja frá óperunni La Traviata og uppsetningu óperunnar í Hörpu. Drukkið er kaffi kl. 15:30 og stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri bæn og blessun.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta 3. mars kl.11:00

Barna- og æskulýðsguðsþjónusta verður á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar sunnudaginn 3. mars n.k. kl.11:00. Ingunn Sif Þórðardóttir, sem fermist í vor mun flytja ávarp. Sóknarpestur og starfsmenn í sunnudagaskólanum leiða stundina en sunnudagaskólinn tekur þátt í stundinni. Skólakór Kársnes mun syngja undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins 19. febrúar

Mál dagsins 19. febrúar n.k. hefst kl. 14:30 að venju með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová. Klukkan 15:10-15:30 mun Ólöf Breiðfjörð, verkefnisstjóri frá Kópavogsbæ segja frá Vetrarhátíð og menningartengdum atburðum. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta 10. febrúar n.k.

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 10. janúar n.k. Þorgils Hlynur Þorbergsson, guðfræðingur prédikar og sr. Sigurður Arnarson, þjónar fyrir atlari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Allir hjartanlega velkomnir.

Vetrarhátíð í Kópavogi 8. febrúar n.k.

Kópavogskirkja tekur þátt í Vetrarhátíð í Kópavogi 8. febrúar n.k.
Klukkan 18:00-21:30 verður kirkjan opin og gestir geta skoðað muni nokkra muni kirkjunnar og kveikt á kertum við altariströppur. Nemandi kantors kirkjunnar mun æfa sig á orgelið.
Klukkan 18-23 mun Kópavogskirkja og Borgarholtið taka á sig óvenjulega mynd með vörpun úr vídeóverki Hrundar Atladóttur en verkið er tilvísun til náttúrunnar.
Klukkan 18:15-18:45 verður raftónlist eftir Arnljót Sigurðsson flutt í kirkjunni ásamt vídeóverki eftir Hrund.
Klukkan 20:00 mun sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur segja frá nýuppgerðum gluggum Gerðar Helgadóttur í kirkjunni og frá áformum um áframhaldandi endurbætur á öðrum gluggum Gerðar.
Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins 29. janúar 2019

Mál dagsins hefst að venju með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og leikur Kristín Jóhannesdóttir að þessu sinni undir hjá honum. Klukkan 15:10 með Sigursteinn Másson segja frá bók sinni „Geðveikt á köflum“. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur með bæn og blessun kl. 16:00. Allir hjartanlega velkomnir.