Frá fermingarbarni

FERMINGARFRÆÐSLAN 19. – 22.ágúst 2019

19. ágúst Dagur 1

Í fyrsta tímanum fórum við í nafnaleik með Sigga og Ástu.  Þannig gátu þau betur lært nöfnin okkar. Eftir leikinn fór Siggi yfir bækurnar sem við notum í fræðslunni fyrir ferminguna og að lokum sögðu þau okkur frá starfi prestsins og djáknans, en presturinn getur t.d. gift fólk, skírt börn og fermt unglinga en djákninn getur aðstoðað prestinn. Djákninn getur sinnt mörgum öðrum störfum eins og t.d. sálgæslu. Við tókum frímínútur og eftir það fórum við í útileiki sem var mjög skemmtilegt. Við borðuðum nesti og spjölluðum saman. Síðan fóru stelpurnar með Ástu í kapelluna og hún las upp úr kaflanum um sjálfstraust og sjálfsálit í bókinni Con Dios en þar var mikið rætt um hvað það er mikilvægt að standa með sjálfum sér.  Á meðan voru strákarnir með Sigga.

20. ágúst Dagur 2

Í þessum tíma kom Kristín frá Hjálparstarfi Kirkjunnar og sagði okkur frá þeirra starfi. Það var mjög áhugavert og það kveikti áhuga minn á að taka þátt í slíku starfi. Við fórum einnig í frímínútur.

Helga kom og sagðu frá kristniboði og sagði okkur sögur frá starfi sínu í Eþíópíu þar sem hún hafði búið í mörg ár. Eftir það borðuðum við nesti  og skelltum okkur aftur í útileiki. Þegar við höfðum leikið okkur fórum við með Ástu í kaflann um bænir og ræddum um hvenær og hvar er gott að biðja en það getur verið hvenær og hvar sem er.

21. ágúst Dagur 3

Þriðja daginn töluðum við mikið um Biblíuna með Sigga. Hann sagði okkur frá Nýja Testamentinu og Gamla Testamentinu en einnig frá því að Biblían er sú bók sem mest hefur verið gefin út í heiminum.

Við töluðum heilmikið um Guð og allir fengu að skrifa niður það sem þeim finnst Guð vera. Ég skrifaði að mér fyndist Guð vera eins og andi. Að hann væri allstaðar og fylgdist með okkur, inni í okkur öllum. Að hann gæti talað við alla á sama tíma og að hann elskaði okkur öll.

Við ræddum líka um Jesú og hvað hann er í raun og veru fyrir okkur, hverju og einu okkar. Hann býr í öllu fólki og gefur því styrk til að takast á við lífið. Og svo margt, margt fleira.

22. ágúst Dagur 4

Síðasta daginn í fermingarfræðslunni byrjuðum við í kirkjunni þar sem Siggi sagði okkur frá listaverkunum í henni. Gluggarnir eru mjög merkilegir, það tók listamanninn, Gerði Helgadóttur mörg, mörg ár að búa þá til. Og það er svolítið merkilegt að listaverkin í kirkjunni eru flest gerð af konum. Siggi sagði okkur líka frá prestklæðunum .

Síðustu tímana fórum við í leiklistarleiki með Magga og Gunnari en Gunnar leikstýrði kvikmyndinni Gauragangi eftir Ólaf Hauk Símonarson.

Við enduðum fræðsluna með leikriti sem við krakkarnir bjuggum til sjálf út frá sögu úr Biblíunni.

Þetta hafa verið mjög skemmtilegir og fróðlegir dagar í fermingarfræðslunni.

Takk fyrir.

Ástríður Embla Rögnvaldsdóttir

Útvarpsguðsþjónusta 15. september kl. 11:00

Sunnudaginn 15. september n.k. er “Dagur kælreiksþjónustu” í kjunni.  Í útvarpsguðsþjónustu kl. 11:00 í Kópavogskirkju mun Ásta Ágústsdóttir, djákni prédika og sr. Sigurður Arnarson þjóna fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur.

Æskulýðsfundir

Æskulýðsstarf

Starfið er ætlað unglingum.  Fundir eru vikulega á fimmtudagskvöldum frá kl. 20:00-21:30 í safnaðarheimilinu “Borgum”.  Félagar úr starfinu munu ganga í hús í sókninni frá kl. 18:00-20:00 þriðjudaginn 29. október og safna fé fyrir Hjálparstarf Kirkjunnar.  Einnig munu þau taka þátt í verkefninu “Jól í skókassa”. Þrjár fermingarfræðslur verða á æskulýðsfundunum fram að fermingum í vor og foreldrar og forráðafólk tekur þá einnig þátt.  Fjallað verður þá um: “Ég á bara eitt líf” , “ábyrgð og að setja mörk” og “sorg og sorgarviðbrögð.

Helgihaldið framundan

Helgihaldsdagskrá í Kópavogskirkju frá september til desember 2019 

15. september kl.11:00. Útvarspmessa, Dagur líknarþjónustu.  Ásta Ágústsdóttir, djákni prédikar. Organisti: Arngerður María Árnadóttir

22. september, kl.11:00. Guðsþjónusta, Sr. Sighvatur Karlsson, settur héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti: Hrafnkell Karlsson. 

29. september, kl. 11:00. Umverfismessa.

6. október, kl.11:00. Barna- og fjölskylduguðsþjónusta. Sóknarprestur og sunnudagskólaleiðtogarar. Skólakór Kársnes syngur.

13. október, kl. 11:00. Guðsþjónusta 

20. október, kl.11:00. Þorgils Hlynur Þorbergsson, guðfræðingur annast helgistund. 

27. október kl.11:00. Tónlistarmessa. 

3. nóvember, kl.11:00. Guðsþjónusta Ásta Ágústsdóttir, djákni prédikar Látinna minnst.  Samvera á eftir í safnaðarheimilinu “Borgum” þar sem, fjallað verður um “sorg og sorgarviðbrögð” vegna andláta.

10. nóvember, kl.11:00. Barna- og fjölskylduguðsþónusta. Sóknarprestur og sunnudagaskólaleiðtogar. Skólakór Kársnes syngur. 

17. nóvember, kl.11:00. Bókmenntaguðsþjónusta.

24. nóvember, kl.11:00. Tónlistarmessa.  Sr. Sighvatur Karlsson, settur héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.

1. desember kl.11:00 Barna- og fjölskylduguðsþónusta. Sóknarprestur og sunnudagskólaleiðtogar. Skólakór Kársnes syngur.  Jólaball á eftir í safnaðarheimilinu “Borgum”. 

8. desember, kl.11:00. Guðsþjónusta. 

15. desember, kl.11:00. Guðsþjónusta. 

22. desember, kl.11:00. Guðsþjónusta. Settur héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. 

24. desember, kl.15:00. “Beðið eftir jólunum”. Sóknarprestur og sunnudagaskólaleiðtogar. Skólakór Kársnes syngur. 

24. desember, kl.18:00. Aftansöngur 

25. desember, kl. 14:00. Hátíðarguðsþjónusta, Ásta Ágústsdóttir, djákni prédikar 

25. desember, kl.15:15. Hátíðarguðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.  Ásta Ágústsdóttir, djákni prédikar

31. desember, kl.18:00. Aftansöngur.

Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari og Kór Kópavogskirkju undir stjórn Lenku Mátéová, kantors flytja tónlist nema annað sé tekið fram.

Mál dagsins

Mál dagsins verður þriðjudaginn 10. september n.k. (vikulega yfir veturinn) og hefst með samsöng kl. 14:30, sem Friðrik A. Kristinsson og Lenka Mátéová leiða. Kl.15:10 mun Sigurður Arnarson, sóknarprestur segja frá Modena á Ítalíu. Kl. 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun.

Prjónahópur Kópavogskirkju

Prjónahópur Kópavogskirkju hittist tvisvar í mánuði, fyrsta og þriðja hvert þriðjudagskvöld hvers mánaðar yfir vetrartímann. Við erum í safnaðarheimilinu Borgum frá klukkan 19.30 – 21.30. Þar hittist fólk með hannyrðir s.s. prjóna, hekl og útsaum, spjallar og ber etv. saman bækur sínar og fær nýjar hugmyndir. Boðið er uppá kaffi og te. Allir eru hjartanlega velkomnir. Fyrsta prjónakvöld haustsins 2019 hófst 3. september síðastliðinn. Sjá má nánar facebókarsíðu hópsins: Prjónahópur Kópavogskirkju