Barna & fjölskylduguðsþjónusta 12/10/25

Barna og fjölskylduguðsþjónusta verður við Kópavogskirkju sunnudaginn 12. október kl. 11.oo. Barnakór Kársness syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, Sunnudagaskólinn leiðir okkur inn í heima sunnudagaskólans og sr. Grétar Halldór Gunnarsson leiðir guðsþjónustuna. Verið velkomin!

Messa & sunnudagaskóli 28/09/25

Messað verður sunnudaginn 28 september kl. 11.00 í Kópavogskirkju. Altarisganga.  Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari, Kór Kópavogskirkju syngur og Ester Ólafsdóttir er organisti. Á sama tíma, kl. 11.00 verður sunnudagaskólinn á sínum stað í safnaðarheimili Kópavogskirkju, leiddur af æskulýðsleiðtogum okkar. Verið velkomin!