Entries by Sigurður Arnarson

Fyrsta guðsþjónustan eftir endurbætur á steindu gleri Gerðar Helgadóttur á suðurhlið Kópavogskirkju

Fyrsta guðsþjónusta eftir endurbætur á steindu gleri Gerðar Helgadóttur á suðurhlið Kópavogskirkju verður sunnudaginn 16. desember n.k. kl.11:00. Sama dag fyrir 56 árum var Kópavogskirkja vígð. Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur mun prédika og þjóna fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Matéová. Boðið verður upp á kaffi og piparkökur að lokinni guðsþjónustu og sagt […]

Skötuveisla Lionsklúbbs Kópavogs til styrktar endurbóta á steindu gleri Gerðar Helgadóttur

Sunnudaginn 16. desember n.k. verður hin árlega skötuveisla Lionsklúbbs Kópavogs.  Að þessu sinni fer veislan fram í safnaðarheimilinu Borgum, sem staðsett er skáhalt gengt Gerðarsafni.  Allur ágóði skötuveislunnar rennur til styrktar endurbóta á steindu gleri Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju.  Allir eru velkomnir og er matur framreiddur frá kl. 11:30-14:00 og 17:30 til 21:00.

Mál dagsins 11. desember n.k.

Mál dagsins 11. desember n.k. hefst að venju kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðrik Kristinssonar.  Klukkan 15:10-15:30 flytur Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður erindi.  Klukkan 15:30 verður boðið upp á kaffi og með því. Stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun.  Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins 11. desember kl. 14:30-16:00

Mál dagsins verður þriðjudaginn 11. desember kl.14:30-16:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Stundin hefst á samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Klukkan 15:10-15:30 verður flutt erindi.  Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun.  Allir hjartanlega velkomnir.

Aðventuhlaup í Kópavogi

Hið árlega aðventuhlaup í Kópavogi verður laugardaginn 1. desember og hefst kl.09:00 frá Kópavogskirkju. Hlaupið er í samvinnu við hlaupahóp Breiðabliks. Um er að ræða 7km eða 11 km. Á eftir er boðið upp á hlaupavænar veitingar í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Allir hjartanlega velkomnir.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta 2. desember kl. 11:00 og jólaball á eftir.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður 2. desember n.k. kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum (ekki í kirkjunni vegna framkvæmda þar). Ásta Ágústsdóttir, djákni leiðir stundina ásamt sunnudagaskólakennurum. Börn úr Kársnesskóla syngja undir stjórn Þóru Marteinsdóttur. Á eftir verður jólaball í safnaðarheimilinu og mun rauðklæddur gestur meðal annars koma í heimsókn. Allir hjartanlega velkomnir.