Uppstingningardagur 30. maí, 2019

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju 30. maí n.k. kl.14:00. Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti vísiterar Kársnessöfnuð og prédikar í guðsþjónustunni. Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur og Ásta Ágústsdóttir, djákni þjóna fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová, kantors. Á eftir guðsþjónustu er kirkjugestum boðið að þiggja veitingar í boði sóknarnefndar í safnaðarheimilinu Borgum. Skólakór Kársness mun syngja undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Allir hjartanlega velkomnir.