Entries by Sigurður Arnarson

Prjónahópur Kópavogskirkju

Prjónahópur Kópavogskirkju hittist tvisvar í mánuði, fyrsta og þriðja hvert þriðjudagskvöld hvers mánaðar yfir vetrartímann. Við erum í safnaðarheimilinu Borgum frá klukkan 19.30 – 21.30. Þar hittist fólk með hannyrðir s.s. prjóna, hekl og útsaum, spjallar og ber etv. saman bækur sínar og fær nýjar hugmyndir. Boðið er uppá kaffi og te. Allir eru hjartanlega […]

Mál dagsins hefst aftur 3. september kl.14:30

Mál dagsins hefst aftur þriðjudaginn 3. september næstkomandi kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová. Klukkan 15:10 flytur Björn Erlingsson, sagnfræðingur erindi. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og með því. Stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.

Messa 25. ágúst kl.11:00

Messa verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 25. ágúst n.k. kl. 11:00. Fermingarbörn næsta vetrar taka þátt í messunni. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur, djákna. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová, kantors. Á eftir messunni verður stuttur fundur með fermingarbörnum og forráðafólki næsta vetrar í kirkjunni.

Leiðsögn um glugga Gerðar Helgadóttur I Menning á miðvikudögum Miðvikudagur 21. ágúst kl. 12:15   Leiðsögn með séra Sigurði Arnarsyni sóknarpresti sem segir frá steindum gluggum Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður veitir innsýn í nýjar framkvæmdir sem áttu sér stað á gluggum á suðurhlið kirkjunnar en hluti glugganna voru teknir niður og sendir til viðgerða […]