Haustferð

Þriðjudaginn 25. september var safnaðarferð Kársnessóknar. Bessastaðir voru heimsóttir þar sem forseti tók á móti hópnum ásamt samstarfsfólki. Síðan var haldið í Viðistaðakirju þar sem freskur Baltasar voru meðal annars skoðaðar og Hörður Traustason og samstarfsfólk reiddu fram súpu. Sr. Stefán Mar héraðsprestur í Kjalarnesinesprofastsdæmi fræddi um Hafnarfjörð. Síðan var ekið um Krísuvík að Strandakirkju þar sem Guðmundur Brynjólfsson, djákni fræddi um kirkjuna. Þaðan var haldið í kaffi á veitingastaðinn Hafið bláa. Síðan var haldið heim.

Starf fyrir börn í 1-2 bekk

Kirkjustarf er fyrir börn í 1-2 bekk á miðvikudögum frá kl. 15:30-16:30  í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgum.  Með því að senda tölvupóst á netfangið kopavogskirkja@kirkjan.is geta foreldrar eða forráðafólk óskað eftir því að náð sé í börn þeirra í Frístund í Kársnesskóla.  Starfið hefst 26. september  n.k.

Endurbætur á Kópavogskirkju

Kostnaðarsamar endurbætur á Kópavogskirkju

Kostnaðarsamar endurbætur á Kópavogskirkju standa nú yfir.

Posted by Lifandi mynd on Sunnudagur, 16. september 2018

Haustferð Kársnessafnaðar

Haustferð Kársnessafnaðar verður þriðjudaginn 25. september n.k. frá kl. 10:00-16:00. Bessastaðir verða heimssóttir og farið um Álftanes, Hafnarfjörð og nærsveitir. Skráningu í ferðina lykur föstudaginn 21. september. Hægt er að hringja á skrifstofu safnaðarins frá kl. 09:00-13:00 virka daga dag (s:5541898) til að skrá sig eða senda tölvupóst á netfangið: kopavogskirkja@kirkjan.is
Verð liggur ekki enn fyrir. Allir hjartanlega velkomnir.

„Tímabil sköpunarverksins“, guðsþjónusta 16. september kl.11:00 í Kópavogskirkju

Uppskeruguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 16. september n.k. kl.11:00 á Degi íslenskrar náttúru. Gerður Magnúsdóttir, leikskólakennari talar um efnið frá sínu hjarta. Sr. Sigurður Arnarson, þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Fluttar verða bænir og ritingarlestrar og sungnir sálmar sem tengjast náttúrunni og sköpuninni. Allir hjartanlega velkomnir.