Haustferð Kársnessafnaðar

Haustferð Kársnessafnaðar verður þriðjudaginn 25. september n.k. frá kl. 10:00-16:00. Bessastaðir verða heimssóttir og farið um Álftanes, Hafnarfjörð og nærsveitir. Skráningu í ferðina lykur föstudaginn 21. september. Hægt er að hringja á skrifstofu safnaðarins frá kl. 09:00-13:00 virka daga dag (s:5541898) til að skrá sig eða senda tölvupóst á netfangið: kopavogskirkja@kirkjan.is
Verð liggur ekki enn fyrir. Allir hjartanlega velkomnir.