„Tímabil sköpunarverksins“, guðsþjónusta 16. september kl.11:00 í Kópavogskirkju

Uppskeruguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 16. september n.k. kl.11:00 á Degi íslenskrar náttúru. Gerður Magnúsdóttir, leikskólakennari talar um efnið frá sínu hjarta. Sr. Sigurður Arnarson, þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Fluttar verða bænir og ritingarlestrar og sungnir sálmar sem tengjast náttúrunni og sköpuninni. Allir hjartanlega velkomnir.