Barna- og fjölskylduguðsþjónusta 18. september n.k.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 18. september kl. 11:00.  Sr. Sigurður Arnarson og Ásta Ágústsdóttir, leiða stundina.  Skólakór Kársnes syngur undir stjórn Álfheiðar  Björgvinsdóttur.  Hljómsveit með Bjarma Hreinssyni og fleirum leikur undir.  Á eftir barna- og fjölskylduguðsþjónustunni verður stuttur fundur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra.  Allir velkomnir.

Mál dagsins hefst 6. september n.k.

Mál dagsins hefst á ný eftir sumarleyfi þriðjudaginn 6. september n.k. kl. 14.30. Stundin hefst með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar kórstjóra Karlakórs Reykjavíkur og Lenku Mátéová kantors Kópavogskirkju. Sr. Auður Inga Einarsdóttir prestur mun segja frá störfum sínum. Að sjálfsögðu verður svo kaffi og meðlæti að loknu erindi hennar. Haustferð verður farin þann 20. september kl. 9.30 frá safnaðarheimilinu Borgum. Nánar auglýst síðar. Allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta 21. ágúst kl. 11:00

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 21. ágúst n.k. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.

Frumsýning á nýju fermingarmyndbandi

Komið þið sæl

Nú frumsýnum við nýtt fermingarmyndband sem ber heitið „Mitt er valið“ og er ætlað að kynna fermingarfræðslu Þjóðkirkjunnar. Myndbandið var unnið af Risamyndum í samstarfi við fræðslusvið Biskupsstofu.

Einnig höfum við nú sent út fermingarbækling til allra barna sem fædd eru 2003 og skráð í Þjóðkirkjuna og ætti hann að koma til þeirra í dag og á allra næstu dögum.

Með þessu samstillta átaki komum við til móts við nýja tíma og hefjum hauststarfið af krafti.

Myndbandið sýnir á hnitmiðaðan og skemmtilegan hátt hvað fermingarfræðslan er og vekur vonandi upp áhuga og gagnlegar spurningar sem öllum er hollt að velta fyrir sér. Myndbandið og bæklinginn má sá á ferming.is sem er upplýsingavefur fyrir fermingarbörn 2017. Eins má finna myndbandið á YouTube og á Facebook (undir Mitt er valið).

Við hvetjum ykkur til að vera dugleg að dreifa því sem víðast og taka þátt í þessu með okkur.

Bestu kveðjur,

Elín Elísabet Jóhannsdóttir

Hildur Björk Hörpudóttir

Fræðslusviði Biskupsstofu

Guðsþjónusta 14. ágúst

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 14. ágúst n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Lenka Mátéová, kantor leikur á orgel.

Fermingarfræðsla fyrir þau sem fermast vorið 2017

Síðsumarnámskeið verður 15. til 19. ágúst, 2015 frá kl. 9:15-12:00 í safnaðarheimilinu Borgum.
Þau sem eiga eftir að skrá sig á síðsumarsnámskeiðið geta gert það með foreldrum sínum á mánudeginum 15. ágúst kl. 9:00 í safnaðarheimilinu Borgum.
Föstudaginn 19. ágúst kl. 11:00 er fermingarbörnum og ættingjum þeirra boðið að hittast í Kópavogskirkju þar sem fermingarbörnin fjalla um námskeiðið með ýmsum hætti.

Messa sem átti verða 28. ágúst frestast fram á haust (nánar tilkynnt síðar).

Fermingarfræðsluferð verður í Vantaskóg 17. október.  Farið verður frá Kópavogskirkju kl. 8:30 og komið til baka eftir kvöldmat í Vatnaskógi.

Vetrarfermingarfræðsla (þau sem eru ekki í síðsumarfermingarfræðslunni)
Tímar í september,5,12,19,26, 2016
Tímar í október 3,10, 24 31, 2016
Tímar í nóvember, 7,14,21 og 28 ,2016
Tímar í desember, 5, 2016
Tímar í janúar, 16, 23, 2017
Tímar í febrúar, 6,13,20,27, 2017
Tímar í mars, 6, (próf) ,2017
Kent er frá kl. 16:00-16:40
Sameiginlegir fermingarfræðslutímar verðar auglýstir sérstaklega (áður auglýstir tímar bretyast).
Aukatímar gætu orðið á laugardögum kl. 11:00 ef einhverjir komast ekki á fyrirframskipulögðum fræðslutímum.
Það yrði auglýst síðar.
Bækurnar sem eru notaðar heita: Con Dios og Kirkjulykill (fást í bókabúðum og Kirkjuhúsinu á Laugarvegi).

Einnig getið þið samið við fermingarbörn frá því á síðasta ári um not eða kaup á bókinni.Mikilvægt er að eignast bókina strax, svo við getum verið samferða í tímunum. Einnig skal hafa með sér í alla tíma A4 verkefnabók.

Messur í vetur!
Fermingarbörnin eru hvött til að sækja helgihald eins vel og unnt er.
Messur og guðsþjónustur eru á sunnudögum kl. 11:00 í Kópavogskirkju.
Sunnudagaskólinn hefst að öllu jöfnu í kirkjunni nema annað sé auglýst á www.kopavogskirkja.is
Í helgihaldið eru fermingarbörnin beðin um að  taka með sér „Kirkjulykilinn“  og fylla út sérstök kirkjusóknarblöð í bókinni.
Fermingarbörn skrá sig hjá kirkjuverði eftir hverja messu.
Foreldrar eru einnig hvött til að sækja helgihaldið með sínum unglingum.
Í messunum og guðsþjónustunum er beðið um að fermingarbörn taki tillit til annarra kirkjugesta og hafa í huga að þau eru á helgum stað.  Beðið eru um að farsímar séu ekki í notkun á meðan helgihaldinu stendur, það sé slökkt á þeim.

Næsta vetur verða fundir með foreldrum fermingarbarna.

Einn fyrir jól og svo eftir áramót etir messu kl.11:00 sunnudaginn 29. janúar, 2016 og þá verður rætt um fermingarathöfnina og framkvæmd hennar.
Mikilvægt er að foreldrar og fermingarbörn komi á þessa fundi.

Við, sem söfnuður, eigum saman kirkjuhúsið og safnaðarheimilið. Íbúar sóknarinnar, sem eru skráðir í þjóðkirkjuna, greiða til kirkjunnar sóknargjöld sem standa undir öllum rekstri hennar. Göngum þess vegna vel um kirkjuna okkar og hugsum vel um hana.

Fermingardagar 2017  verða sem hér segir:

Sunnudagurinn 2. apríl, 2017
Pálmasunnudagur 9. apríl , 2017
kl.  11:00
Skírdagur 13. apríl, 2017
Kl. 11:00

Fermingarbörn geta valið fermingardaga eins og undanfarin ár.
Hver ferming tekur mislangan tíma en það fer eftir fjölda fermingarbarna hverju sinni.  Allir eru að sjálfsögðu velkomnir í fermingarnar.

Æfingar fyrir fermingarmessur eru í Kópavogskirkju:

Sunnudaginn 2. apríl, kl. 11:00, þá verður æft 30 og 31. mars kl. 16:00-17:00
Pálmasunnudag 9. apríl, kl. 11:00, þá verður æft 6 og 7. apríl kl. 16:00-17:00.
Skírdag 13. apríl, kl.11:00, þá verður æft  10 og 11. apríl, kl. 16:00-17:00.
VIÐ NOTUM TÖLVUPÓST Í SAMSKIPTUM
MIKILVÆGT AÐ FÁ NETFÖNG FERMINGARBARNA OG FORELDRA TIL AÐ ALLAR UPPLÝSINGAR BERIST GREIÐLEGA.