Fáar kirkjur á Íslandi státa af jafn fögrum steindum gluggum og Kópavogskirkja. Bera þeir meistara sínum, Gerði Helgadóttur myndhöggvara (1928-1975) fagurt vitni. Gerður Helgadóttir var Kópavogsbúi og Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn, sem stendur austan við Kópavogskirkju, er helgað minningu hennar. Ákveðið var að fá Gerði til að hanna gluggana þegar vorið 1962 og tókst, með þrautseigju Gerðar og góðum stuðningi bæjaryfirvalda og íbúa í Kópavogi, að koma þeim í bygginguna fyrir vígsluna þá um veturinn. Gluggarnir voru smíðaðir af víðfrægri gluggasmiðju Oidtmann-bræðra í Þýskalandi og hefur hróður þeirra borið víða.
Á tuttugu ára afmæli kikjunnar 1982 komst frú Hulda Jakobsdóttir fyrrum bæjarstjóri í Kópavogi m.a. svo að orði í ræðu að gluggarnir hefðu ekki aðeins úrslitaáhrif á útlit kirkjunnar, þeir væru einnig tákn um þá einingu sem ríkt hefði um kirkjusmíðina. Einnig segir í ræðu Huldu: „Bæjarsjóður samþykkt á fundi sínum að greiða andvirði listglugga Gerðar Helgadóttur í tvo stafna kirkjunnar auk þess framlags sem bæjarsjóður hefur lagt til kirkjunnar á hverju ári síðan smíði hennar hófst. Einnig ber að nefna að Kvenfélag Kópavogs ákvað að gefa og safna fyrir gluggum í einn stafn kirkjunnar. Í annari ræðu Huldu það er á 20 ára afmæli kirkjunnar kemur fram að hægt sé að fullyrða að þessir gluggar muni hafa úrslitaþýðingu um útlit kirkjunnar er tímar líða, en þeir séu um leið tákn um þá einingu, sem ríkti um kirkjusíðina. Þátttaka í söfnuðinum var slík, að segja má að hver einasta fjölskylda í Kópavogi hafi lagt eitthvað af mörkum, enda má segja að allar konur í bænum hafa starfað að þessari söfnun sem einn maður þar sem Sjálfstæðiskvennafélagið Edda hafi gengið í lið með Kvenfélagi Kópavogs um þetta málefni og unnið af því af miklum drengskap og dugnaði.
Myndir af kirkjugluggunum hafa birst í listaverkablðum víða um heim, komið við á sýningum og verið notaðar á þýsk listaalmaök. Til að mynda prýddu litmyndir af þessum steindu listaverkum Christlicher Kunstkalender 1974 sem Kieferverlag í Þýskalandi gefur árlega og vandar til. Einnig prýða Kópavogsgluggarnir heilsíðu í hinni vönduðu listaverkabók um steinda glugga í 125 ár sem gefin var út í tilefni þessa afmælis vinnustofu dr. Oidtmann 1983.