9803698753_a154312c44_hAltaristaflan var sett upp í kirkjunni 1990 og er byggð á frásögn 13. kafla Jóhannesarguðspjalls um hvernig
Kristur laugaði fætur lærisveina sinna. Hún er gerð af Steinunni Þórarinsdóttur myndhöggvara sem hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um gerð töflunnar. Í greinargerð Steinunnar um verkið segir meðal annars:

“Það sem fyrst og fremst einkennir 13. kafla Jóhannesarguðspjalls í mínum huga er sú ást og sú auðmýkt sem Kristur sýnir lærisveinum sínum og þar með öllum mönnum. Hann kennir okkur að guðdómurinn felist í auðmýktinni, að þjóna og elska. Á myndrænan hátt birtist hann okkur í hlutverki þjónsins og sýnir okkur þannig á skýran hátt að allir eru jafnir frammi fyrir Guði. Hann kennir okkur að þannig eigum við að breyta: “Því að ég hef gefið yður eftirdæmi, til þess að þér breytið eins og ég breytti við yður.” Það að Kristur laugar fætur lærisveina sinna er táknræn athöfn og er einskonar lykill að Guðdómnum. Um leið er hér í mínum huga um einskonar skírn að ræða, innganga í heim Guðs. Til að koma þessari hugsun til skila og endurspegla hana byggi ég verkið á setningunni sem Kristur segir við Pétur, sem hann velur til að vera þann klett sem kirkja hans byggir á: “Sá sem laugast hefur, þarf ekki að þvost, heldur er hann allur hreinn.”

Með uppsetningu altaristöflunnar var náð takmarki, sem sett var með samþykkt safnaðarfundar Kópavogspretakalla árið 1971, þar sem segir m.a.: „Samþykkt var að koma upp altaristöflu í Kópvogskirkju og skal hún helguð minningu fyrstu presthjónanna hér í prestakallinu, þeirra Sigríðar Stefánsdóttur og sr. Gunnars Árnasonar.