Sóknarprestur, prestur, kantor og djákni

Sigurður Arnarson
Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur Kópavogskirkju er fæddur í Reykjavík árið 1967. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1988 og stöðuprófi í þýsku við háskólann í Trier í Þýskalandi árið 1989. Í október árið 1994 lauk Sigurður cand.theol prófi frá Háskóla Íslands. Í maí árið 1995 vígðist Sigurður til Grafarvogsprestakalls. Árið 2002 lauk Sigurður starfsréttindanámi, sem sjúkrahúsprestur (hospital chaplain) við Meriter sjúkrahúsið í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum og þaðan lá leiðin í eitt ár til Lundúna í Bretlandi til að þjóna í námsleyfi þáverandi prests íslendinga á Bretlandseyjum. Frá 1. mars 2004 til 1. desember 2009 þjónaði Sigurður því embætti sem skipaður prestur. Frá 1. desember 2009 tók Sigurður við embætti sóknarprests Kópavogskirkju.

Sjöfn Jóhannesdóttir
Sjöfn Jóhannesdóttir er fædd í Reykjavík árið 1953 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1973. Hún lagði stund á nám í sagnfræði 1976-78 en lauk cand.theol. prófi frá Háskóla Íslands árið 1987. Hún vígðist til afleysingaþjónustu í Kolfreyjustaðarprestakalli, Fáskrúðsfirði árið 1988, leysti af sóknarprestinn í Bjarnanesprestakalli Hornafirði veturinn 1989-90 en tók síðan við Djúpavogsprestakalli árið 1990 sem hún þjónaði til 1. nóv 2019. Sjöfn lauk framhaldsnámi (CATS) í guðfræði á sviði sálgæslu við Pacific Lutheran Theological School í Berkeley, Kaliforníu vorið 2001. Hún leysti af héraðsprest í Reykjavíkurprófastdæmi eystra frá 1. nóv. 2019 en hóf þjónustu í Kópavogskirkju í mars 2020 og mun þjóna til 1. október 2021

Ásta Ágústsdóttir
Ásta Ágústsdóttir, djákni Kópavogskirkju er fædd og uppalin í Reykjavík árið 1961. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1981. Hún lauk BA prófi í guðfræði af djáknaleið frá Háskóla Íslands árið 2007. Ásta er með diploma í sjálgæslufræðum frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands sem hún hlaut árið 2012. Ásta var ráðin til Kársnessafnaðar í júní 2010 og vígðist sem djákni til Kársnesprestakalls 2. október 2011.

Lenka Mátéová
netfang: lenkam@internet.is
Sóknarprestar og djákni Kópavogskirkju
Gunnar Árnason 1962 – 1971
Sóknarprestur Kópavogssóknar,
síðar Kópavogsprestakalls, frá 1952.
Árni Pálsson 1971 – 1990.
Sóknarprestur Kársnesprestakalls.
Þorbergur Kristjánsson 1971 – 1994.
Sóknarprestur Digranesprestakalls.
Ægir Fr. Sigurgeirsson 1990 -2009
Sóknarprestur Kársnesprestakalls.
Sigurður Arnarson, sóknarprestur Kárnesprestakalls 2009–
Sjöfn Jóhannesdóttir,prestur, 2020
Ásta Ágústsdóttir, djákni, 2011-
Settir sóknarprestar við Kópavogskirkju, til skemmri tíma:
Lárus Halldórsson, í þrjá mán. sept. – nóv. 1971.
Guðmundur Örn Ragnarsson, í 6 mán. 1985 – 1986.
Guðni Þór Ólafsson, 1999-2000.
Auður Inga Einarsdóttir 2007-2008