Helgihald framundan í Kópavogskirkju

„Morgunstund á aðvetnu“ er streymt á virkum dögum á aðventunni á Facebókarsíðu Kópavogskirkju.
Vegna sóttvarnareglna er helgihaldi á aðventu og jólum streymt á Facebókarsíðu Kópavogskirkju.
13. desember – 2. sunnudagur í aðventu – kl. 11:00.  Streymt á Facebókarstíðu helgistund í umstjón dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar héraðstprests, sem annast einnig tónlistarflutning ásamt dr. Sigurði Júlíusi Grétarssyni.
20. desember – 3. sunnudagur í aðventu- kl.11:00-12:30 verður kirkjan opin og fólk getur (í samræmi við sóttvarnarreglur) komið  í kirkjuna og virt fyrir sér endurbætur, sem nú hafa staðið yfir síðustu mánuði á austur- og vesturhlið kirkjunnar og glerlistarverki Gerðar Helgadóttur.  Einnig er hægt að skoða nýjan bænaljósastjaka, sem kirkjunni var færður að gjöf nýverið.
24. desember – Aðfangadagur- „Beðið eftir jólunum“ kl.15:00 streymt á facebókarsíðu Kópavogskirkju. Helgistund í umsjón Ástu Ágústsdóttur, djákna og starfsfólks í sunnudagaskólanum.  Börn úr Kársnesskóla syngja undir stjórn Þóru Marteinsdóttur.
24. desember – Aðfangadagur- Aftansöng kl. 18:00 streymt á facebókarsíðu kirkjunnar.  Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar  Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur og sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, þjóna fyrir altari og Ásta Ágústsdóttir, djákni prédikar.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors.
25. desember – Jóladagur- Helgistund  streymt á facebókarsíðu kirkjunnar kl. 14:00 í umsjón sr. Sjafnar Jóhannesdóttur.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.
31. desember – Áramótaávarp streymt á facebókarsíðu kirkjunnar kl.18:00 í umsjón sr. Sjafnar Jóhannesdóttur.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.
1.janúar , 2021- Hátiðarguðsþjónustu streymt á facebókar síðu kirkjunnar kl. 14:00.  Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar.  Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.

Helgistund 1. sunnudag í aðventu- Helgun bænaljósastjaka

Streymt er á hlekknum:https://youtu.be/4Nbhk0xoIGg eða

https://www.facebook.com/Kópavogskirkja-387710974680

frá helgistund á fyrsta sunnudegi í aðventu.  Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir leiðir stundina.  Þórey Lilja tendrar á fyrsta kerti aðventukransins.  Sr. Sigurður Arnarson helgar nýjan bænastjakastand sem Kópavogskirkju hefur borist að gjöf frá fjölskyldu í Kópavogi.  Verkið er eftir Sigurð Árna Sigurðsson, listamann.  Félagar í Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar.

Helgistund 1. nóvember kl. 11:00 á netinu

Vegna samkomutakmarkanna vegna Covid19 verður helgistund á netinu á Allra heilagra messu 1. nóvember kl.11:00 . Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, sr. Sigurður Arnarson og Ásta Ágústsdóttir, djákni munu leiða stundina og Lenka Mátéová, kantor flytur tónlist.  Minnst verður þeirra, sem eru látin og beðið fyrir þeim með nafni, sem prestar Kópavogskirkju hafa jarðsungið frá 1. nóvember 2019 til 15. okóber á þessu ári.

https://www.facebook.com/K%C3%B3pavogskirkja-387710974680

Skráning í fermingarfræðslu er hafin.

Fermingar 2020 í Kópavogskirkju

Síðsumarnámskeið verður 19. til 22. ágúst, 2019 frá kl. 9:15-12:30 í safnaðarheimilinu Borgum.

Vetrarfermingarfræðsla (fyrir þau sem ekki eru á síðsumarsnámskeiðinu) verður vikulega næsta vetur frá og með byrjun september, 2019 í safnaðarheimilinu Borgum (nánar tilkynnt síðar).

Messur 25. ágúst 2019 og 26. janúar 2020 og fundur með foreldrum eftir messu. Mikilvægt er að foreldrar og fermingarbörn komi á þessa fundi.

Í haust förum við í Vatnaskóg og dveljum þar í einn dag. Farið verður í Vatnaskóg og komið til baka að Kópavogskirkju eftir kvöldmat í Vatnaskógi (dagsetning nánar tilkynnt síðar)

Sameiginlegir fermingarfræðslutímar (fyrir bæði síðsumarfræðslu- og vetrarfræðsluhóp) verða fimmtudaginn 21.nóvember, 2019 og mánudaginn 23. mars 2020.

Aukatímar gætu orðið á laugardögum kl. 11:00 ef einhverjir komast ekki á fyrirframskipulögðum fræðslutímum.Það yrði auglýst síðar.

Bækurnar sem eru notaðar heita: Con Dios, A ha, og Kirkjulykill (verða til sölu hjá okkur ef fólk vill). Hægt er að fá Nýja testamenntið gefins hjá okkur og Sálmabókin er lánuð.

Mikilvægt er að eignast bækurnar strax og kennsla hefst í ágúst, svo við getum verið samferða í tímunum.

Áríðandi er að fermingarbörn sæki helgihald eins vel og unnt er og að sjálfsögðu allir velkomnir með þeim. Í helgihaldið eru fermingarbörnin beðin um að taka með sér „Kirkjulykilinn“ og fylla út sérstök kirkjusóknarblöð í bókinni. Fermingarbörn skrá sig hjá kirkjuverði eftir hverja messu. Foreldrar eru einnig hvött til að sækja helgihaldið með sínum unglingum.
Í messunum og guðsþjónustunum er beðið um að fermingarbörn taki tillit til annarra kirkjugesta og hafa í huga að þau eru á helgum stað. Beðið eru um að farsímar (snjallsímar) séu ekki í notkun á meðan helgihaldinu stendur, það sé slökkt á þeim.

Við, sem söfnuður, eigum saman kirkjuhúsið og safnaðarheimilið. Íbúar sóknarinnar, sem eru skráðir í Þjóðkirkjuna, greiða til kirkjunnar sóknargjöld sem standa undir öllum rekstri hennar. Göngum þess vegna vel um kirkjuna okkar og hugsum vel um hana.

Fermingardagar 2020 verða sem hér segir:
Pálmasunnudag 5. apríl, 2020 kl.11:00
Skírdagur 9. apríl 2020, kl. 11:00

Fermingarbörn geta valið fermingardaga eins og undanfarin ár. Hver ferming tekur mislangan tíma en það fer eftir fjölda fermingarbarna hverju sinni. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir í fermingarnar.

Æfingar fyrir fermingarmessur eru í Kópavogskirkju, vorið 2020:
Pálmasunnudagur 5. apríl, 20120 kl. 11:00.
Æfingar eru 2. og 3. apríl kl. 16:15-17:15

Skírdagur 9. apríl 2020, kl. 11:00.
Æfingar eru 6. og 7. apríl kl. 10:00-11:00.

Kópavogskirkja á heimasíðu:
www.kopavogskirkja.is Þar leitumst við að hafa allar upplýsingar um starfið og ýmsa aðra þætti.

Fermingarfræðslugjald er 19.146 krónur samkvæmt ákvörðun Innanríkisráðuneytisins (ef gjaldskrá breytist verður það kynnt sérstaklega).

Ef óskað er eftir að greiða gjaldið síðar vinsamlega sendið tölvupóst á netfagnið: sigurdur.arnarson@kirkjan.is

VIÐ NOTUM TÖLVUPÓST Í SAMSKIPTUM
MIKILVÆGT AÐ FÁ NETFÖNG FERMINGARBARNA OG FORELDRA TIL AÐ ALLAR UPPLÝSINGAR BERIST GREIÐLEGA. Allar upplýsingar varðand safnaðarstarfið verða birtar á www.kopavogskirkja.is

Messa 19. maí n.k.

Messa verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 19. maí n.k. kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagins 14. maí

Mál dagsins þann 14. maí hefst að venju kl. 14:30. Friðrik S. Kristinsson og Lenka Mátéová leiða hópsöng. Klukkan 15:10 heldur Björk Eiríksdóttir, kennari fyrirlestur um „Söguaðferðina“. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og með því. Stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.

Messa 12. maí kl. 11:00

Messa verður sunnudaginn 12. maí kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur, djákna. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Allir hjartanlega velkomnir.

Aðalsafnaðarfundur Kársnessóknar

Aðalsafnaðarfundur Kársnessóknar verður sunnudaginn 12. maí kl. 12:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Allir hjartanlega velkomnir.

Fermingarbörn vorsins 2020 og foreldrar þeirra eru boðuð til messu sunnudaginn 12. maí næstkomandi klukkan 11:00 í Kópavogskirkju.
Eftir messu verður stuttur kynningarfundur í kirkjunni um fræðsluna framundan og fermingarnar.
Skráning fer þá einnig fram í fermingarfræðsluna og kynntir verða fermingardagarnir næsta vor.
Þau sem ekki komast í messuna og á fundinn en vilja sækja fræðslu og fermast næsta vor eru hvött að senda fulltrúa sína.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta- Uppskeruhátíð

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður sunnudaginn 5. maí n.k. kl.11:00 í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður Arnarson og sunnudagaskólaleiðtogar leiða stundina. Börn úr 3 bekk Kársnesskóla syngja undir stjórn Þóru Marteinsdóttur og Þórunnar Björnsdóttur. Á eftir guðsþjónustunni verður boðið upp á pylsur og með því. Hoppukastalar verða á svæðinu. Allir hjartanlega velkomnir.