Helgistund 14. nóvember á netinu vegna samkomutakmarkanna kl.11:00 á „Facebókarsíðu“ Kópavogskirkju

Vegna samkomutakmarkanna vegna Covid19 verður helgistund á „Facebókarsíðu“ Kópavogskirkju 14. nóvember kl.11:00. Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur og Ásta Ágústsdóttir leiða stundina og félagar í Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová, kantors.
Minnst verður þeirra, sem eru látin eru og beðið með nafni fyrir þeim, sem prestar Kópavogskirkju hafa jarðsungið síðastliðið ár.