Guðsþjónusta 18. október
/in Fréttir/by Lilja Katrín Gunnarsdóttiruðsþjónusta verður 18. október n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst kl. 11:00 í kirkjunni en flyst svo í safnaðarheimilið Borgir.
Mál dagsins 13. október
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirMál dagsins hefst að venju kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar. Um kl. 15:10 heldur Gísli Örn Garðarson, leikstjóri erindi um sýninguna um Hróa Hött, sem nú er sýnd í Þjóðleikhúsinu. Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi og veitingar í boði. Stundinni lýkur kl. 16.00 með stuttri helgistund.
Allir hjartanlega velkomnir.
Barna- og fjölskylduhelgistund
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirBarna- og fjölskylduhelgistund verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 11. október n.k. kl.11:00. Sunnudagaskólinn tekur þátt í stundinni, ásamt Skólakór Kársnes undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur.
Allir hjartanlega velkomnir.
Skrifstofan lokuð 7. október 2015
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirSkrifstofa Kársnessafnaðar verður lokuð miðvikudaginn 7. október 2015 vegna fermingarfræðsluferðalags í Vatnaskóg.
Guðþsjónusta 4. október
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirGuðsþjónusta 4. október kl. 11:00. Dr. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst að venju í kirkju en flyst síðan í safnaðarheimilið Borgir.
Allir velkomnir.
Mál dagsins
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirÍ “Máli dagsins” 6. október næstkomandi hefst stundin að venju með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar. Um kl. 15:10 heldur Þuríður Óttarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Kársnesskóla erindi um skólastarfið. Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.
Allir velkomnir.
Kirkjustarf fyrir 1.-4. bekk í vetur
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirBarnastarf í Kópavogskirkju fyrir nemendur 1.-4. bekkjar
Verið velkomin í starfið. Starfið hefst miðvikudaginn 7. október næstkomandi. Við munum hittast alla miðvikudaga frá 7. október – 2. Desember og svo aftur eftir áramót.
1.-2. bekkur mun mæta frá kl 14:00-15:00 og 3.-4. bekkur frá 15:30-16:30.
Börn úr 1 og 2. bekk verða sótt um kl 13:45 í Dægradvöl Kársnesskóla og gengið til baka rúmlega 15:00. Börn úr 3.- 4. bekk verða sótt í Dægradvöl um kl. 15:00 og starfinu lýkur kl 16:30. Dagskráin verður með svipuðu sniði og í fyrra. Munum við reyna að hafa dagskrána sem fjölbreyttasta þannig að það sé eitthvað fyrir alla.
Dagskrá vetrarins:
7. október – Kynning á starfinu og skemmtilegir leikir
14. október – Tjáning, samskipti og leikir
21. október – Ratleikur
28. október – Vinátta og leikir
4. nóvember – Plakatgerð og spil
11. nóvember – Video, popp og djús
18. nóvember – “Minute to win it”
25. nóvember – Skreyta piparkökur
2. desember – Jólaföndur
Vinsamlega látið Dægradvöl einnig vita að barnið taki þátt í þessu starfi.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Bestu kveðjur,
Ýr Sigurðardóttir og Helgi Steinn Björnsson
Fermingarfræðsla
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirÞann 28. september verður í safnaðarheimilinu Borgum fyrsta sameiginlega fermingarfræðsla vetrarins klukkan 16:00-16:40 (í fræðsluna eiga að mæta þau sem sóttu síðsumarsfræðslu og þau sem sækja fræðsluna í vetur).
- Unglingarnir skulu mæta með hefðbundin námsgögn ( „Con Dios“, „Kirkjulykilinn“, Nýja testamenntið, skriffæri og vinnubók).
- Í fermingarfræðslunni verður látin ganga listi, þar sem fermingarbörnin geta skráð sig, sem guðsþjónustu- og messuþjóna í helgihaldinu á sunnudögum í vetur.
- Foreldrar eru hjartanlega velkomnir að taka þátt í þeirri þjónustu með unglingunum sínum ef tök eru á.
Æskulýðsfundir fyrir 8. bekk hefjast í næstu viku á þriðjudeginum 6. október í safnaðarheimilinu Borgum.
- Fundirnar standa frá kl. 20:00-21:30 og eru hugsaðir sem hluti af fermingarfræðslunni í vetur.
- Fundirnar hafa verið afar vel sóttir af fermingarbörnunum.
- Leiðtogar í þessu starfi eins og síðustu ár eru þau: Ýr Sigurðardóttir, Ágústa Ágústsdóttir og Helgi Steinn Björnsson.
Miðvikudaginn 7. október er fermingarfræðsluferð í Vatnaskóg.
- Farið verður frá Kópavogskirkju kl. 08:15 (ekki kl. 08:00 eins og áður var auglýst) og komið heim um 21:00 sama dag.
- Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og Kársnessöfnuður niðurgreiða ferðina að hluta til fyrir hvern og einn.
- Kársnesskóli óskar eftir að sótt sé um leyfi til skólans vegna ferðarinnar.
Um Kópavogskirkju
Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is.
Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is
Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is
Tónlistarstjóri: Elísa Elíasdóttir: elisaeliasdottir@gmail.com
Kirkjuvörður er Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, netfang kirkjuvordur@kopavogskirkja.is
Kirkjan er opin eftir samkomulagi.
Nýjustu Fréttir
Messa & sunnudagaskóli 16/11/25nóvember 14, 2025 - 10:00 f.h.
Ertu skráð/ur í Þjóðkirkjuna?nóvember 12, 2025 - 10:30 e.h.
Mál dagsins 4/11/25nóvember 3, 2025 - 7:18 f.h.
Guðsþjónusta 2/11/25 kl.11:00október 29, 2025 - 10:09 e.h.
Ferð í Hannesarholt frestaðoktóber 29, 2025 - 11:24 f.h.


