Mál dagsins 20. október síðstliðinn
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirÞriðjudaginn 20. október heimsótti Svali Björgvinsson, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Icelandair, félaga í “Máli dagsins” í safnaðarheimilinu Borgum. Ræddi Svali meðal annars um umfang flugs og þær öru breytingar sem hafa orðið í flugi til og frá landinu.
Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri, meðal annars mynd af Svala og nokkrum félögum úr “Máli dagsins”, þeim: Bryndísi, Maríu, Ástu, Auði og Margréti en þær og/eða ættingjar og afkomendur hafa starfað eða starfa hjá Icelandair og eða fyrirrennurum fyrirtækisins.
Guðsþjónusta 25. október n.k.
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirNæsta guðsþjónusta verður 25. október n.k. kl.11:00 í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst að venju í kirkjunni en flyst síðan í safnaðarheimilið Borgir en skólann munu annast: Bjarmi Hreinsson og Þóra Marteinsdóttir.
Allir velkomnir.
Mál dagsins 20. október
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirAð venju hefst “Mál dagsins” þann 20. október kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar. Um kl.15:10 flytur Svali Hrannar Björgvinsson, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Icelandair erindi um stöðuna í ferðamálum. Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi. Starfinu lýkur kl. 16:00 með stuttri bænastund.
Mál dagsins 13. október 2015
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirÞriðjudaginn 13. október síðastliðinn heimsótti Gísli Örn Garðarson, leikstjóri “Mál dagsins” í safnaðarheimili Kópavogskirkju og sagði frá sýningu Vesturports í Þjóðleikhúsinu “Úr heimi Hróa Hattar” og í fleiri löndum.
Sagði Gísli Örn meðal annars frá því hvernig hann nálgaðist umfjöllunarefnið og hverjar helstu áherslur væru varðandi sýninguna. Settist Gísli Örn svo niður og fékk sér kaffi með nokkrum félögum úr starfinu.
Guðsþjónusta 18. október
/in Fréttir/by Lilja Katrín Gunnarsdóttiruðsþjónusta verður 18. október n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst kl. 11:00 í kirkjunni en flyst svo í safnaðarheimilið Borgir.
Mál dagsins 13. október
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirMál dagsins hefst að venju kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar. Um kl. 15:10 heldur Gísli Örn Garðarson, leikstjóri erindi um sýninguna um Hróa Hött, sem nú er sýnd í Þjóðleikhúsinu. Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi og veitingar í boði. Stundinni lýkur kl. 16.00 með stuttri helgistund.
Allir hjartanlega velkomnir.
Barna- og fjölskylduhelgistund
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirBarna- og fjölskylduhelgistund verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 11. október n.k. kl.11:00. Sunnudagaskólinn tekur þátt í stundinni, ásamt Skólakór Kársnes undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur.
Allir hjartanlega velkomnir.
Um Kópavogskirkju
Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is.
Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is
Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is
Tónlistarstjóri: Elísa Elíasdóttir: elisaeliasdottir@gmail.com
Kirkjuvörður er Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, netfang kirkjuvordur@kopavogskirkja.is
Kirkjan er opin eftir samkomulagi.
Nýjustu Fréttir
Mál dagsins 2/12/25desember 1, 2025 - 6:46 e.h.
Karlakaffi 2/12/25nóvember 26, 2025 - 8:34 e.h.
Helgihald á aðventu, jólum og áramótumnóvember 25, 2025 - 7:58 f.h.
Messa 23/11/25 kl.11:00nóvember 21, 2025 - 4:20 e.h.
Aðventutónleikarnóvember 20, 2025 - 10:26 f.h.












