Útskorin gestabók

Miðvikudaginn 27. janúar síðastliðinn fór fram frá Kópavogskirkju útför Guðmundínu Oddbjargar Magnúsdóttur eða Mundu eins og hún var kölluð.  Munda var búsett í sókninni í áratugi.  Hún skar ýmislegt út í tré meðal annars gestabók með Kópavogskirkju framan á.   Meðfylgjandi ljósmynd var tekin af þessu fallega handverki Mundu.