Entries by Sigurður Arnarson

Áramótaguðsþjónusta verður á vegum Eldriborgararáðs

Áramótaguðsþjónusta Eldriborgararáðs verður haldin í Langholtskirkju sunnudaginn 13. janúar kl. 11:00. Séra Guðbjörg Jóhannesdóttir predikar og þjónar fyrir altari ásamt Þóreyju Dögg Jónsdóttur djákna Söngfélagið Góðir grannar syngur undir stjórn Egils Gunnarssonar.  Organisti Kristján Hrannar Pálsson.  Eftir guðsþjónustuna býður Langholtssöfnuður og Eldriborgararáð kirkjugestum upp á veitingar. Allir eru innilega velkomnir og takið með ykkur gesti Guðsþjónustan er samstarfsverkefni Eldriborgararáðs og […]

Dagskrá um jól og áramót

23. desember: 11:00 Guðsþjónusta. Dr Sigurjón Árni Eyjólfsson prédikar 24. Des: 15:00 Fjölskyldumessa 4. bekkur úr Kársnesskóla syngur 24. Des: 18:00 Aftansöngur Ásta Ágústsdóttir  prédikar. Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari 25. Des: 14:00 Jóladagur Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari. 25. Des: 15:15 Hátíðarmessa á Sunnuhlíð.  Sr. Sigurður Arnarson prédikar 31. Des: 18:00 […]

Unglingamessa í Digraneskirkju

Það verður sameiginleg unglingamessa Digranes-, Hjalla- og Kópavogskirkju, í Digraneskirkju 16. desemeber kl 20 og verður hún með jóla ívafi. Popphljómsveitin Sálmari sér um tónlistina, tveir fermingardrengir lesa jólasögu, ljóðið Jól eftir Stefán frá Hvítadal lesið og það verða sungin jólalög ásamt fjörugu efni. Séra Bára Friðriksdóttir leiðir stundina. Þetta er tilvalin jólastund fyrir alla […]

Fyrsta guðsþjónustan eftir endurbætur á steindu gleri Gerðar Helgadóttur á suðurhlið Kópavogskirkju

Fyrsta guðsþjónusta eftir endurbætur á steindu gleri Gerðar Helgadóttur á suðurhlið Kópavogskirkju verður sunnudaginn 16. desember n.k. kl.11:00. Sama dag fyrir 56 árum var Kópavogskirkja vígð. Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur mun prédika og þjóna fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Matéová. Boðið verður upp á kaffi og piparkökur að lokinni guðsþjónustu og sagt […]

Skötuveisla Lionsklúbbs Kópavogs til styrktar endurbóta á steindu gleri Gerðar Helgadóttur

Sunnudaginn 16. desember n.k. verður hin árlega skötuveisla Lionsklúbbs Kópavogs.  Að þessu sinni fer veislan fram í safnaðarheimilinu Borgum, sem staðsett er skáhalt gengt Gerðarsafni.  Allur ágóði skötuveislunnar rennur til styrktar endurbóta á steindu gleri Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju.  Allir eru velkomnir og er matur framreiddur frá kl. 11:30-14:00 og 17:30 til 21:00.

Mál dagsins 11. desember n.k.

Mál dagsins 11. desember n.k. hefst að venju kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðrik Kristinssonar.  Klukkan 15:10-15:30 flytur Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður erindi.  Klukkan 15:30 verður boðið upp á kaffi og með því. Stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun.  Allir hjartanlega velkomnir.