Sumarferming í Hjallakirkju 22. ágúst síðstliðinn
Fimm unglingar fæddir árið 2007 úr Kársnessókn fermdust í Hjallakirkju 22. ágúst síðastliðinn en núna standa yfir fram á haust umfangsmiklar endurbætur á steindu gleri Gerðar Helgadóttur á vesturhlið Kópavogskirkju og orgeli kirkjunnar. Digrannes- og Hjallasöfnuður skaut því yfir okkur skjólshúsi og erum við mjög þakklát fyrir hjálpina og stuðninginn að þessu sinni, sem endranær. […]