Nokkur atriði vegna ferminga í Kópavogskirkju í apríl, 2022

Þau, sem eiga eftir að máta fermingarkyrtla gera það á fyrri æfingunni fyrir fermingardaginn sinn og einnig mæta þau með Kirkjulykilinn útfylltan á sömu æfingu.
Æfingar verða á eftirtöldum dögum og er ætlast til að fermingarbörnin mæti á tilsettum dögum og tímum þannig að allt gangi sem allra best fyrir sig.
Æfingar fyrir fermingarmessur eru í Kópavogskirkju, vorið 2022:

1)    Sunnudag 3. apríl, 2022, kl. 11:00. 

Æfingar eru 31. mars og 1. apríl kl. 16:15-17:00. 

2)    Pálmasunnudagur 10. apríl, 2022  kl.  11:00.  

Æfingar eru 7. og 8. apríl, kl. 16:15-17:00. 

3)    Pálmasunnudagur 10. apríl, 2022  kl.  13:30.  

Æfingar eru 7. og 8. apríl, kl. 17:00-17:45. 

4)    Skírdagur 14. apríl 2022, kl. 11:00.  

Æfingar eru 11. og 12. apríl kl. 10:00-11:00. 

Fermingarbörn skulu mæta til kirkju, háltíma fyrir athöfn og búin að borða og drekka áður.

Fermingarnar eru mislangar en ekki lengur en 75 mínútur hver ferming.

Allir eru velkomnir í fermingarnar og engar takmarkanir  á fjölda í athafnir.

Altarisgöngur verða í fermingunum.