Entries by Sigurður Arnarson

Viðmiðunargjaldskrá Prestafélags Íslands fyrir prestsverk

Þann 2. febrúar, 2022 var samþykkt af stjórn Prestafélags Íslands viðmiðunargjaldskrá félagsins. Hún er eftirfarandi: 1) Skírn,ekki innheimt fyrir skírn í guðsþjónustu. 2) Skírn á dagvinnutíma prests 0.7 einingar 7.418 kr. 3) Skírn utan dagvinnutíma prests 1,4 einingar 14.834 kr. Fermingarfræðsla 2,0 ein. 21.194 kr. 1) Hjónavígsla á dagvinnutíma prests 1.3 einingar 13.776 kr. 2) […]

Mál dagsins 8. febrúar n.k.

Mál dagins verður næst þriðjudaginn 8. febrúar kl. 14:30-16:00 í safnaðarheimilinu Borgum og hefst með samsöng undir stjórn Gríms Sigurðssonar og Lenku Mátéová. Klukkan 15:10 flytur Guðrún Ása Grímsdóttir, prófessor emeritus og sérfræðingur á Árnastofnun erindi um Sturlungu. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og með því og stundinni lýkur kl.16:00 með bæn og blessun.

Vetrarhátíð og Kópavogskirkja 4-5 febrúar n.k.

Sirra Sigrún Sigurðardóttir gerir ljósaverk fyrir Kópavogskirkju Nýju verki eftir Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur myndlistarmann verður varpað á Kópavogskirkju fyrstu helgina í febrúar, föstudags- og laugardagskvöldið 4. – 5. febrúar. Verk Sirru, sem er gert sérstaklega fyrir form Kópavogskirkju og í samtali við list Gerðar Helgadóttur, er gert að beiðni Kópavogsbæjar í tilefni Vetrarhátíðar. Hátíðin verður […]

Mál dagsins í streymi þriðjudaginn 25. janúar s.l. á facebókarsíðu Kópavogskirkju

Þriðjudaginn 25. janúar s.l. var Máli dagsins streymt á facebókarsíðu Kópavogskirkju (https://www.facebook.com/387710974680/videos/443433170751663).  Grímur Sigurðsson og Lenka Mátéová fluttu nokkur þorralög.  Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur og fararstjóri flutti pistil frá Norður Ítalíu og stundinni lauk með bæn og blessun.