Kópavogskirkja upplýst bláum lit

Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er haldinn um allan heim 2. apríl ár hvert og er fólk um allan heim hvatt til að klæðast bláum fötum þennan dag til að vekja athygli á málefninu. Þar sem 2. apríl bar upp á Skírdag í ár verður blái dagurinn haldinn þann 10. apríl og Kópavogskirkja upplýst bláum lit af þessu tilefni til 17. apríl n.k.

Staðreyndir um einhverfu:

  • 1 af hverju 88 barni fæðist með röskun á einhverfurófi
  • Hjá drengjum eru líkurnar 1 á móti 54 – fimm sinnum meiri en hjá stúlkum
  • Einhverfa er fötlun – ekki sjúkdómur (algengur misskilningur) og því ólæknandi
  • Það skiptir sköpum fyrir einhverfa að fá viðeigandi þjálfun eins fljótt og hægt er

Nánari upplýsingar um einhverfu er að finna á einhverfa.is og greining.is. Þeim sem vilja fræða börn um einhverfu er jafnframt bent á skemmtilegt YouTube myndband eftir Jóhönnu Ýr Jónsdóttur sem kallast “Introvert” sem ætlað er að útskýra einhverfu á einfaldan hátt. Hægt er að nálgast myndbandið hér.