Tónlistarmessa 19. apríl

Tónlistarmessa verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 19. apríl n.k. kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.

Sunnudagaskólinn hefst að venju í kirkjunni og er í stjórn þeirra: Odds Arnar, Bjarma og Ágústu.

Til messunar eru boðuð sérstaklega fermingarbörn vorsins 2016 og foreldrar og forráðamenn þeirra. Eftir messu verður fundur í kirkjunni, þar verður fjallað um fermingarstarfið næsta vetur og fermingarnar.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *