Haustferð Kársnessafnaðar

Þriðjudaginn 15. september verður farið í haustferð á vegum Kársnessafnaðar. Lagt verður af stað kl.09:30 frá safnaðarheimilinu Borgum.

Farið verður til Stokkseyrar og nágrennið skoðað undir leiðsögn staðarkunnugra. Komið verður til baka á milli 16:00-17:00.

Verð á mann er 5000 krónur. Innifalið er rúta, hádegisverður og kaffi.

Skráningu lýkur föstudaginn 11. september kl. 13:00. Hægt er að skrá sig með að senda tölvupóst á netfangið: kopavogskirkja@kirkjan.is eða hringja á skrifstofu safnaðarins á milli 09:00-13:00 á virkum dögum.