Entries by Lilja Katrín Gunnarsdóttir

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta og jólaball 2. sunnudag í aðventu

Annan sunnudag í aðventu þann 7. desember næstkomandi verður barna- og fjölskylduguðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11:00. Börn frá leikskólanum Kópasteini flytja helgileik.  Skólakór Kársnes syngur undir stjórn Elínar Halldórsdóttur.  Jólaball að guðsþjónustu lokinni í safnaðarheimili Kópavogskirkju, “Borgum”.  Þar verður gengið í kringum jólatré, boðið upp á hádegishressingu og von er að rauðklæddum gesti. Allir að […]

Sameiginleg fermingarfræðsla 2. desember kl. 20:00 í Kópavogskirkju

Fermingarfræðsla fyrir þau sem tóku þátt í síðsumarsfermingarfræðslu og þau sem taka þátt í vetrarfermingarfræðslu verður í kvöld 2. desember  kl. 20:00 í Kópavogskirkju. Foreldrar fermingarbarna eru hvött til að koma með sínum unglingum.  Sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti mun halda erindi og Skólakór Kársnes syngur undir stjórn Elínar Halldórsdóttur.

Mál dagsins, 2. desember 2014

Í máli dagsins 2. desember mun stundin hefjast að venju með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Um kl. 15:00 mun sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti flytja erindi.  Um kl. 15:30 er drukkið kaffi og með því.  Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund. Allir hjartanlega velkomnir.

Visitasía vígslubiskups í Skálholti

Sunnudaginn 30. nóvember n.k. kl. 11:00 mun sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti prédika í messu Kópavogskirkju.  Í för með vígslubiskupi verður sr. Gísli Jónasson, prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi Eystra.  Fyrir altari þjóna einnig: sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur og Ásta Ágústsdóttir, djákni.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Sunnudagaskólinn hefst að venju í kirkjunni. Að […]

Helgihald í Kópavogskirkju á aðventu og jólum 2014

Miðvikudagur. 10. desember, kl. 20:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, „Borgum“.  Jólasöngvar Kórs Kópavogskirkju með þátttöku Kiwanisklúbbsins Dyngju. Flytjendur: Kór Kópavogskirkju, Hafdís Vigfúsdóttir flauta, Peter Máté píanó, einsöngvarar úr röðum kórfélaga, stjórnandi Lenka Mátéová. Þriðji sunnudagur í aðventu, 14. desember, kl. 11:00. Guðsþjónusta Miðvikudagur 17. desember kl. 17:30 í Kópavogskirkju.  Kirkjuhlaupið í Kópavogi.  Fyrst sungnir 2 jólaálmar […]

Messa í Kópavogskirkju 23. nóvember n.k.

Næsta messa verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 23. nóvember n.k. kl.11:00.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar.  Sunnudagaskólinn hefst að venju í kirkjunni. Í messunni verður helgaður og tekinn í notkun nýr grænn hökull, sem saumaður er af Herder Anderson, klæðskerameistara.  Hökulinn var unninn í sumar […]

“Mál dagsins”

Næsta “Mál dagsins”  verður þriðjudaginn 18. nóvember n.k. kl. 14:30 og hefst að venju með samsöng í umsjón: Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Um kl. 15:05 munu þau Björk Þórhallsdóttir, söngkona og Hilmar Örn Agnarsson, orgelleikari flytja tónlist.  Um kl. 15:30 er drukkið kaffi og með því.  Stundinni lýkur svo kl. 16:00 með stuttri helgistund. […]