Sameiginleg fermingarfræðsla 2. desember kl. 20:00 í Kópavogskirkju

Fermingarfræðsla fyrir þau sem tóku þátt í síðsumarsfermingarfræðslu og þau sem taka þátt í vetrarfermingarfræðslu verður í kvöld 2. desember  kl. 20:00 í Kópavogskirkju.

Foreldrar fermingarbarna eru hvött til að koma með sínum unglingum. 

Sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti mun halda erindi og Skólakór Kársnes syngur undir stjórn Elínar Halldórsdóttur.