Vegna covid 19

Vegna hertra sóttvarnareglna verður breyting á starfi í Kópavogskirkju.

Guðsþjónustur á sunnudögum falla niður í október, sunnudagaskóli fellur einnig niður í október .

Barna- og æskulýðsstarf verður óbreytt á fimmtudögum.

Vetrarfermingarfræðsla á mánudögum, fellur niður í október.

Mál dagsins fellur niður í október mánuði.

Prjónahópur fellur niður í október.

Við allar athafnir svo sem skírnir og hjónavígslur gilda 20 manna fjöldatakmarkanir.

Ekki verður reglubundin viðvera á skrifstofutíma eins og verið hefur, vegna heimavinnu starfsfólks og aðstæðna í samfélaginu. Fylgst er náið með símsvara og tölvupósti.

Kapellan í safnaðarheimilinu Borgum er opin eftir samkomulagi eins og verið hefur.
Fólki er velkomið að eiga þar sína stund með Guði eða fá fyrirbæn, sé þess óskað.

Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir prestur og Ásta Ágústsdóttir, djákni verða á vaktinni til að sinna sálgæslu. Best er að panta viðtal eða símtal með því að hringja í síma 554 1898 eða senda tölvupóst á: sjofnjo@simnet.is, gsm 892 7651 eða asta.agustsdottir@kirkjan.is

Gætum vel að sóttvörnum og förum að tilmælum sóttvarnaryfirvalda, þannig náum tökum á óværunni.