Barnastarf 1.-.3 bekkjar

Í Kópavogskirkju hefur um mörg ár verið starfrækt kirkjustarf fyrir börn í 1.-3.bekk.  Starfið er vandað, skemmtilegt og fjölbreytt eins og sjá má á meðfylgjandi dagskrá. Starfið er á kristilegum grunni og því fá börnin gjarnan að heyra bæn og biblíusögu.Leiðbeinendurnir eru Andri Dagur, Berglind Rán, Emil og Hallmundur, vanir leiðbeinendur úr kirkjustarfi.Starfið er vikulega á miðvikudögum klukkan 15:30-16:30 og er endurgjaldslaust. Börnin eru sótt í Vinahól í Kársnesskóla sé þess óskað. Starfið hefst 24. september 2025.Nauðsynlegt er að skrá börnin í starfið með því að senda tölvupóst á netfangið kopavogskirkja@kirkjan.is og ef sækja á börnin í Vinahól þarf einnig að senda póst á netfangið vinaholl@kopavogur.is

Messa 31/08/2024

Sunnudaginn 31. ágúst kl. 11.oo verður messað við Kópavogskirkju og gengið til altaris. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur og Ester Ólafsdóttir er organisti.  Sunnudagaskólinn er ekki farinn af stað.