Bænastund og klukknahljómur á hádegi dag hvern.

Alla daga eru bænastundir í kirkjunni sem hefjast með klukknahringingu í 3 mín kl. 12.00.

Lenka Mátéová spilar á orgel, Hannes Sigurgeirsson kirkjuvörður hringir klukkum, Egill Reynisson og Anna María Hákonardóttir messuþjónar lesa bænir. Ásta Ágústdóttir djákni og settur sóknarprestur sr. Sjöfn Jóhannesdóttir hafa skipt með sér bænastundunum.

Við bendum á að á heimasíðu Þjóðkirkjunnar, kirkjan.is er að finna upplýsingar um streymi frá helgistundum og guðsþjónustum í kirkjum landsins.